Eyja káranna - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

21.2.2022

Fyrirtækið Parity hefur unnið að framleiðslu á tölvuleiknum Island og Winds sem verður gefinn út á PC og Playstation 5 á næsta ári. Markmið fyrirtækisins er að framleiða og gefa út tölvuleiki með áherslu á fjölbreytni, bæði í framleiðsluteyminu sjálfu og vörunni sjálfri.

Island of Winds er margslunginn ævintýraheimur með erfiða veðráttu þar sem spilarinn byrjar sína vegferð sem norn á 17. Öld. Bryndhildur og hrúturinn Móri eru aðal hetjur leiksins sem verður fyrst gefinn út sem einspilunarleikur en síðar í formi fjölspilunar. Sagan í leiknum speglar hugarheim, trú og aðgerðir Íslendinga fyrr á öldum út frá kvenlegu sjónarhorni í gullfallegri íslenskri náttúru.

Markaðsstyrkur Tækniþróunarsjóðs hefur stutt fyrirtækið í að koma markaðsáætlun Parity í framkvæmd. Markaðsmál er mikilvægur þáttur í að gefa út tölvuleik til að vekja athygli og í uppbyggingu samfélags í kringum tölvuleikinn sem er lykilþáttur í velgengni í tölvuleikja iðnaðinum. Island of Winds trailer vaf gefinn út í september síðastliðinn sem hlaut frábærar viðtökur og skilaði miklu áhorfi um allan heim. Sú viðurkenning og það fjárhagslega bakland sem kemur með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði hefur reynst Parity ómetanlegt við uppbyggingu fyrirtækisins og þróun tölvuleiksins Islands of Winds.

Sjá nánar: https://parity.is/

Hús í landslagi

HEITI VERKEFNIS: Eyja káranna

Verkefnisstjóri: María Guðmundsdóttir

Styrkþegi: Parity ehf.

Tegund styrks: Markaðsstyrkir

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica