Feel Iceland in&out vörutvenna í Danmörku - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

26.9.2018

Feel Iceland-vörurnar eru hágæða fæðubótaefni sem unnin eru úr íslensku fiskroði sem áður var hent. Vörurnar sem hafa notið vinsælda hér á landi eru nú fáanlegar í nýrri deild sem kallast Beauty from within í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn. 

Feel Iceland í Danmörku
Fyrir rúmlega ári fékk fyrirtækið Ankra ehf. 10 milljóna króna markaðsstyrk úr Tækniþróunarsjóði.
Í kjölfarið fór fyrirtækið í markaðssókn í Danmörku með vörur sínar sem seldar eru undir vörumerkinu Feel Iceland.
Um er að ræða hágæða fæðubótaefni sem unnin eru úr íslensku fiskroði sem áður var hent. Vörurnar sem hafa notið vinsælda hér á landi eru nú fáanlegar í nýrri deild sem kallast Beauty from within í Magasin du Nord.
Vörurnar hafa fengið mikla umfjöllun í dönskum tímaritum sem og hjá dönskum bloggurum.
Hólmfríður Einarsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að styrkir sem þessi geti skipt sköpum fyrir sprotafyrirtæki og gert þeim kleift að vaxa á erlendri grundu.
Gaman verður að fylgjast með næstu skrefum fyrirtækisins á erlendi grundu á næstu árum.

Heiti verkefnis: Feel Iceland in&out vörutvenna í Danmörku
Verkefnisstjóri: Hrönn Margrét Magnúsdóttir, Ankra ehf.
Styrkþegi: Ankra ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2017
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 175803

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica