Fjölhæf samvöfrun yfir jafningjanet - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

6.9.2018

Vara Crankwheel ehf. er sérhæfð skjádeililausn fyrir söluteymi, sem hefur þá sérstöðu að virka í yfir 99,9% tilfella fyrir hvaða áhorfanda sem er án þess að hann þurfi að sækja eða setja upp neinn hugbúnað, og að virka á nánast öllum gerðum netkerfa, þar sem aðrar fjarfundarvörur virka ekki.

Með stuðningi Tækniþróunarsjóðs hefur samnefnd vara CrankWheel ehf. orðið að veruleika, vaxið og dafnað, og er nú í notkun hjá þúsundum borgandi notenda í Norður-Ameríku, Evrópu, á Íslandi og víðsvegar um heim. Varan er sérhæfð skjádeililausn fyrir söluteymi, sem hefur þá sérstöðu að virka í yfir 99,9% tilfella fyrir hvaða áhorfanda sem er án þess að hann þurfi að sækja eða setja upp neinn hugbúnað, og að virka á nánast öllum gerðum netkerfa, þar sem aðrar fjarfundarvörur virka ekki.

Þegar Tækniþróunarsjóður samþykkti að veita verkefninu “Fjölhæf samvöfrun yfir jafningjanet” styrk, var CrankWheel ehf. nýstofnað og vara félagsins í algjörri frumgerð, sem hægt var að sýna tilvonandi viðskiptavinum en ekki hægt að láta þá hafa til notkunar. Styrkurinn veitti félaginu byr undir báða vængi til að klára fyrstu söluhæfu útgáfu vörunnar, sem varð til þess að fyrsti borgandi viðskiptavinur hóf notkun í september 2015 og fyrsti utan Íslands í janúar 2016. Í framhaldinu hefur styrkurinn leyft mun hraðari þróunar- og rannsóknarvinnu en félagið hefði ella geta staðið undir.

Heiti verkefnis: Fjölhæf samvöfrun yfir jafningjanet
Verkefnisstjóri: Jóhann Tómas Sigurðsson, Crank Wheel ehf.
Styrkþegi: Crank Wheel ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 45 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152892

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Í dag er varan í sinni 59. útgáfu sem sett er í notkun hjá viðskiptavinum og hefur bætt við sig eiginleikum eins og fjölþættum notkunarskýrslum og öðrum eiginleikum sem henta stórfyrirtækjum, símafundum, samþættingu við hundruð annarra kerfa þ.m.t. fjarskiptaskýinu Talkdesk, möguleikann á að halda fundi þar sem hundruð áhorfenda sjá skjá þess sem deilir, vefsamþættanlegu kerfi sem nefnist Instant Demos og leyfir viðskiptavini að óska eftir símtali og skjádeilingu þar sem kerfið sér um að finna þjónustufulltrúa til að hringja strax, sölumannaeiginleikum eins og að vita hvert áhugi viðmælandans beinist og hvenær áhugi dvínar, og margt fleira.

"Í bígerð eru eiginleikar eins og að geta haldið stærri fundi þar sem skipst er á að deila skjá, og verið er að rannsaka möguleika eins og að fjarstýra tölvu í gegnum CrankWheel og hringja símtöl beint úr CrankWheel, en allt eru þetta eiginleikar byggðir á rannsóknarvinnu sem við gátum farið út í vegna stuðnings Tækniþróunarsjóðs," sagði Jói Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri CrankWheel.

"Stuðningur Tækniþróunarsjóðs hefur skipt sköpum fyrir þetta verkefni, og leyft vörunni að skipa sér í fremstu röð á sinni hillu. Nefna má að varan hentar sem dæmi sérstaklega vel fyrir gulu línu fyrirtæki, sem í dag eru flest orðin einskonar markaðsstofur fyrir smærri fyrirtæki. Í þessum geira teljast til viðskiptavina CrankWheel meðal annars gulu línurnar í Hollandi, Bretlandi, Noregi og Kanada, auk sambærilegra fyrirtækja í Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og Bandaríkjunum," sagði Þorgils Már Sigvaldason, meðstofnandi og sölustjóri CrankWheel.

Afrakstur:

  • 59 útgáfur af CrankWheel hugbúnaðinum sem settar hafa verið í hendurnar á borgandi viðskiptavinum
  • 2 einkaleyfisumsóknir sem fóru fyrst inn sem forgangsréttarumsóknir í BNA, síðar sem einkaleyfisumsóknir, báðar í ferli
  • Tæplega 60 blogggreinar á crankwheel.com/blog
  • Tæplega 70 fréttabréf sem send hafa verið á áskriftarlista CrankWheel
  • www.crankwheel.com markaðsvefsíðan, sem uppfærð hefur verið nokkrum sinnum (2 heildaruppfærslur, margar minni)
  • Rafbók og ýmis önnur markaðsgögn sem sækja má hér.
  • Þekkingargrunnur fyrir viðskiptavini, aðgengilegur á vefslóðinni http://support.crankwheel.com/










Þetta vefsvæði byggir á Eplica