Fjölnýting jarðvarma við ræktun þörunga og hagnýting lífefna þeirra - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

7.11.2017

Í verkefninu var unnið að ræktun þörunga og hagnýtingu lífefna sem þeir framleiða, með ríka áherslu á fjölnýtingu jarðvarma í Mývatnssveit við ræktunina.

MýSköpun ehf. er líftæknifyrirtæki sem starfrækt er í Mývatnssveit. Frá árinu 2015 hefur fyrirtækið unnið að verkefninu „Fjölnýting jarðvarma við ræktun þörunga og hagnýting lífefna þeirra“ sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði. Verkefnið sneri að ræktun þörunga og hagnýtingu lífefna sem þeir framleiða, með ríka áherslu á fjölnýtingu jarðvarma á svæðinu við ræktunina. Yfir 50 stofnar af þörungum voru einangraðir á verkefnistímanum og einn stofn svo valinn úr (Chlorella vulgaris) til frekari rannsókna. Niðurstöður á þeim benda til þess að stofninn sé hentugur í ræktun og efnasamsetning hans gefur vonir um að hann gæti haft nokkra sérstöðu varðandi samsetningu fitusýra. Dótturfélag hefur nú verið stofnað um framleiðslu á afurðum úr þessu verkefni og er unnið að því að fjármagna tilraunaverksmiðju.

Heiti verkefnis: Fjölnýting jarðvarma við ræktun þörunga og hagnýting lífefna þeirra
Verkefnisstjóri: Arnheiður Rán Almarsdóttir, lengst af, en Bjarni Jónasson undir lokin. Bæði hjá MýSköpun ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2014-2015
Fjárhæð styrks: 14 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 142534061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Afrakstur:

  • 50 hreinræktir af stofnum sem einangraðir voru úr vistkerfi Mývatns og Laxár
  • Niðurstöður úr efnagreiningu fyrir Chlorella vulgaris-stofn
  • Ræktun á Chlorella vulgaris frá litlum kolbum og upp í 6x10 l poka
  • Grunnniðurstöður um vöxt Chlorella vulgaris
  • Tilboð og yfirlit yfir uppsetningu á 3000 litra pilot verksmiðju fyrir Chlorella-stofn
  • Gunnvinna varðandi leyfismál og merkingar
  • Markaðsvinna og tengslamyndun
  • Viðskiptaáætlun









Þetta vefsvæði byggir á Eplica