Framleiðsla verðmætra lífefna úr kísliþörungum - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

5.9.2016

Verkefnið mun styrkja líftækniiðnað á íslandi og stuðla að aukinni framleiðslu á verðmætum efnum ú sjó, efni sem nýtast í snyrtivörur, fæðubótarefni eða fóður. 

Verkefninu Framleiðsla verðmætra lífefna úr kísliþörungum lauk á þessu ári. Verkefnið hlaut 14 milljón króna frumherjastyrk frá Tækniþróunarsjóði til að kanna möguleika á að nota kísliþörunginn Phaeodactylum til framleiðslu á verðmætum lífefnum. Kísliþörungar eru mjög lofandi framleiðendur á verðmætum lífefnum.

Markmið þessa verkefnis var að kanna möguleikana á verksmiðju sem byggir á kísliþörungum úr sjó til framleiðslu á fæðubótarefnum og lífvirkum efnum. Kísliþörungurinn Phaeodactylum var ræktaður við ákveðna lýsingu til að hámarka vöxt og framleiðni. Efnaskiptaferlar þörungsins voru skoðaðir með það fyrir augum að finna takmarkanir hans og besta framleiðsluskilyrðin.

Heiti verkefnis : Framleiðsla verðmætra lífefna úr kísliþörungum
Verkefnisstjóri : Weiqi Fu, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2014-2015
Fjárhæð styrks: 14 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 142366-0612

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þörungurinn var ræktaður með ljósdíóðum til að hámarka orkunýtingu. Niðurstöður úr verkefninu hafa birst í þremur vísindagreinum.

Vinna við að hámarka afköst og auka framleiðslu þörungsins heldur áfram og stefnt er að stofnun fyrirtækis innan þriggja ára, fyrirtækis sem notar m.a. Verkefnið mun styrkja líftækniiðnað á íslandi og stuðla að aukinni framleiðslu á verðmætum efnum ú sjó, efni sem nýtast í snyrtivörur, fæðubótarefni eða fóður. Jafnframt mun koltvísýringur frá jarðvarmaverum nýtast við framleiðsluna og minnka þar með losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim.  

Listi yfir afrakstur verkefnisins:

1. Zhiqian Yi, Maonian Xu, Manuela Magnusdottir, Yuetuan Zhang, Sigurdur Brynjolfsson and Weiqi Fu, Photo-Oxidative Stress-Driven Mutagenesis and Adaptive Evolution on the Marine Diatom Phaeodactylum tricornutum for Enhanced Carotenoid Accumulation Mar. Drugs 2015, 13(10), 6138- 6151; doi:10.3390/md13106138

2. Weiqi Fu, Kristine Wichuk, Sigurður Brynjólfsson, Developing diatoms for value-added products: Challenges and opportunities, New Biotechnology, Available online 13 April 2015, doi:10.1016/j.nbt.2015.03.016.

3. Tommaso Pacini , Weiqi Fu , Steinn Gudmundsson , Antonio Eugenio Chiaravalle , Sigurdur Brynjolfson , Bernhard Ø. Palsson , Giuseppe Astarita , and Giuseppe Paglia, Multidimensional analytical approach based on UHPLC-UV-ion mobility-MS for the screening of natural pigments, Anal. Chem., 2015, 87 (5), pp 2593– 2599, DOI: 10.1021/ac504707n 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica