Gagnvirkt fyrirbyggjandi hitaeftirlitskerfi - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

23.2.2021

Kalor Metrics er nýsköpunar fyrirtæki sem sérhæfir sig í myndgreiningu við notkun hitamyndavéla. 

Starfsemi Kalor felst meðal annars í sérsmíðuðum lausnum fyrir viðskiptavini en þó er helsta starf fyrirtækisins þróun á nýjum lausnum. Kalor ECM er þriðja og nýjasta varan sem hefur verið prófuð.Logo tækniþróunarsjóðs

Hitaútgeislun rafbúnaðar segir til um ástand hans en rafbúnaður gefur frá sér aukna hitageislun þegar hann er að bila eða undir of miklu álagi. Hitamyndavélar nema innrauða útgeislun og er notkun hitamynda viðurkennd sem ein besta aðferðin til að meta ástand rafbúnaðar og því hægt að gera snertilausa mælingu á búnaði undir álagi.

Kalor ECM gerir fyrirtækjum kleift að innleiða hitaeftirlit með sínum rafbúnaði á einfaldan og skilvirkan hátt og þar með auka rekstraröryggi og brunavarnir sínar verulega. Lausnin samanstendur af appi fyrir snjalltæki, skýjaþjónustu með vefmiðmóti og snjalltækis samhæfðri hitamyndavél. Það sem gerir þessa lausn einstaka er hversu eftirlitið er einfalt í framkvæmd og skilvirkt fyrir almennan notanda.

Með lausninni stendur fyrirtækjum við boða að halda úti eigin eftirliti eða gerast áskrifendur að framkvæmd reglulegs eftirlits hjá þjónustuaðila. Það er okkar von að með þessari nýju og mun hagkvæmari nálgun á reglulegu hitaeftirliti muni fleiri fyrirtæki sjá tækifæri í því að innleiða ferlið í sinn rekstur og þar með lágmarka áhættu sína gagnvart rafmagnsbrunum og rekstrartruflunum.

Sjá nánari upplýsingar á:  https://is.kalormetrics.com/

HEITI VERKEFNIS: Gagnvirkt fyrirbyggjandi hitaeftirlitskerfi

Verkefnisstjóri: Elín Adda Steinarsdóttir

Styrkþegi: Kalor Metrics

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 49.600.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica