Gervigreindur stílisti - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

21.2.2022

Alþjóðlegur markaður með fatnað á netinu er gríðarlega stór og er áætlað að tekjur verði um 1 trilljón dollarar árið 2025. Aukin meðvitund um umhverfisáhrif vegna sóunar og að kolefnisspor myndast með skilum eykur áhuga fólks á þjónustu persónulegs stílista og að á hagkvæman hátt nálgast daglegan fatnað, stíl og fataskáp

Það eru um 28.000 persónulegir stílistar sem aðstoða fólk í verslunarmiðstöðvum og á vefsíðum smásala. Samkvæmt greiningardeild IBISWorld eru neytendur uppteknari nú meira en áður. Fjöldi vörumerkja, hröð þróun og sífellt meira fataval gerir það að verkum að áreitið eykst. Í dag er umfram framboð af smásölum í Ameríku og því mikilvægt fyrir fyrirtæki að aðgreina sig. Ein leið til að gera það er að bjóða upp á sjálfvirka klæðskerasniðna þjónustu.

Logo tækniþróunarsjóðsRebutia býður upp á lausn sem virkar þannig að viðskiptavinir fá frían aðgang að sjálfvirkum stílista sem er ávallt til þjónustu reiðubúinn á heimasíðu Rebutia. Viðskiptamódelið virkar þannig að Rebutia fær þóknun af hverri seldri flík með hjálp stílistans. Hugbúnaðurinn greinir notendur mjög ítarlega út frá líkamsbyggingu, litgreiningu, áhugamáli og atvinnu og finnur út fyrir hvaða fatnaður raunverulega hentar. Þetta gerir það að verkum að fatnaður á mun meiri möguleika á að henta notendum. Nú þegar hefur átt sér stað þróun og prófanir á þessari tækni og var fyrsta útgáfa af þjónustu stílista sett í loftið í ágúst árið 2019.

Gervigreindur stílisti var veitt Sprota styrk árið 2019 og er grunnvirkni lausnarinnar að mestu komin. Kerfi hefur verið þróað til að á sjálfvirkan hátt flokka fatnað inn í kerfi Rebutia byggt á lærdóms ferlum og einföldum „tags”. Mikill árangur hefur náðst og hefur þetta gert Rebutia kleift að ráða inn fleiri stílista til að greina fatnað og kenna gervigreindinni á margfalt meiri hraða að flokka fatnað sjálfvirkt inn í kerfið. Þessi þróun er grunnur fyrir næstu vöruþróun Rebutia sem er sjálfvirk fatasamsetning með gervigreind og er hugverk Rebutia.

Markaðsáætlun Rebutia gerir ráð fyrir að fyrirtækið setji aukna áherslu á að koma lausninni á markað erlendis

HEITI VERKEFNIS: Gervigreindur stílisti

Verkefnisstjóri: Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir

Styrkþegi: Sowilo ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 20.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica