GrasPro – Viðhaldskerfi grasvalla - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra.

31.8.2016

GrasPro kerfið er vefkerfi sem gerir vallarstjórum og umsjónaraðilum íþróttavalla kleift að skrá niður allar aðgerðir sem framkvæmdar eru á völlunum.

Íslenskt fyrirtæki með samstarfssamning við Enska knattspyrnusambandið (FA) - sem notar GrasPro viðhaldskerfið til reksturs á St. George´s Park og Wembley Stadium.
Fyrirtækið Pitch ehf hefur gert samstarfssamning við enska knattspyrnusambandi (FA) um afnot af viðhaldshugbúnaðinum GrasPro og nýtir FA hugbúnaðinn til að halda utan um rekstur á St. George‘s Park og Wembley Stadium. Þetta má m.a. lesa úr tilkynningu á vefsíðu GrasPro www.gras.pro

Heiti verkefnis: GrasPro – Viðhaldskerfi grasvalla
Verkefnisstjóri: Einar Friðrik Brynjarsson, Pitch ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153059-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Tækniþróunarsjóður veitti á síðasta ári verkefninu GrasPro markaðsstyrk að upphæð 10 milljónir króna. Styrkurinn var ætlaður til markaðssetningar á viðhaldshugbúnaðinum GrasPro sem heldur utan um skráningar á gögnum er tengjast tæknilegum og faglegum rekstri grasvalla. GrasPro kerfið er vefkerfi sem gerir vallarstjórum og umsjónaraðilum íþróttavalla kleift að skrá niður allar aðgerðir sem framkvæmdar eru á völlunum.

Gæði grasvalla, þá sérstaklega fótboltavalla, hafa aukist mikið á undanförum árum um allan heim. Fyrir fáum árum mátti sjá að í það minnsta vallarteigarnir voru orðnir illa farnir þegar líða tók á keppnistímabilið. Sú var staðan um allan heim. Með aukinni tækni og bættu verklagi hefur tekist að stórbæta ástand vallanna og halda þeim í nokkuð góðu ásigkomulagi allt tímabilið.

Með skráningu og úrvinnslu gagna sem tengjast rekstri vallanna er mögulegt að auka gæði þeirra enn frekar, stýra betur aðstæðum, auka nýtingu þeirra og minnka fjárfestingu og rekstrarkostnað. Til lengri tíma safnast upp saga aðgerða sem hægt er að skoða og nýta til áætlanagerðar. Til að styðja við áætlanagerð er með auðveldum hætti hægt að kalla fram á skýrsluformi öll gögn sem kerfið heldur utan um. Þau gögn má nýta til greiningar, samanburðar og rannsókna á aðstæðunum og notkun vallarins. Úrvinnsla og nýting þessara gagna mun í framhaldi leiða til bættra gæða á viðkomandi völlum.

Samhliða styrkveitingu Tækniþróunarsjóðs hefur félaginu tekist að auka tengsl við erlenda samstarfsaðila í Englandi, Þýskalandi, Hollandi og fleiri löndum og þar með lagður grunnur að aukinni sölu hugbúnaðarins. Nú þegar hafa fyrstu áskriftir kerfisins verið seldar til tveggja landa. Stöðugar uppfærslur kerfisins eru framkvæmdar í samvinnu við óskir notenda og næstu skref eru enn frekari kynning og sala kerfisins á erlendum mörkuðum.
Sjá: www.gras.pro

Afrakstur verkefnisins:

1. Markaðsefni þ.m.t. hönnun á nýju logói, nýju útliti á vefsíðu, auglýsingaspjöld til uppsetningar á kynningarbás, bréfsefni, auglýsingar o.fl.
2. Uppsetning samninga og söluskilmála.
3. Samningur við Breska knattspyrnusambandið (FA) um notkun GrasPro kerfisins á æfingasvæði í eigu sambandsins St. George´s Park og Wembley. Sjá tilkynningu frá FA sem birt er áheimasíðunni www.gras.pro
4. Uppsetning sölusíðu, www.gras.pro
5. Kynningarmyndband til birtingar á heimasíðu GrasPro. Myndbandið má sjá hér .
6. Þátttaka í Saltex, stórri fagsýningu í Birmingham á Englandi
7. Sölusamningur við einn fótboltaklúbb í Englandi.
8. Viðræður standa yfir við aðila eins og Ajax í Hollandi, Werder Bremen í Þýskalandi, Fulham (æfingasvæði), Cardiff University, Sportsmaintenance (fyrirtæki sérhæft í viðhaldi gervigrass) o.fl.
9. Áskriftarsamningur við bæjarfélagið Voga um notkun kerfisins á íþróttasvæði sínu.
10. Viðtal við einn stofnanda GrasPro í íþróttafréttum Stöðvar 2 í desember sem má sjá hér .










Þetta vefsvæði byggir á Eplica