Heimaþjónustukerfi - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

4.7.2018

Heimaþjónustukerfið CareOn er notað til tímaskráningar og þjónustustýringar og heldur kerfið jafnframt utan um alla samninga heimaþjónustunnar.

Reykjavíkurborg og hugbúnaðarfyrirtækið Curron ehf. hafa nú í vel á þriðja ár unnið að þróun og gerð kerfis fyrir alla heimaþjónustu. Heimaþjónustukerfið er þegar komið í notkun og hefur hlotið nafnið CareOn. Tækniþróunarsjóður styrkti gerð verkefnisins um 30 m.kr. og hafði sá stuðningur úrslitaáhrif á að ráðist var í gerð kerfisins.

Heiti verkefnis: Heimaþjónustukerfi
Verkefnisstjóri: Jóhann Grétarsson, Curron ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2016-2017
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 164137

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Rúmlega 5000 heimili fá heimaþjónustu hjá borginni og sinna rúmlega 400 starfsmenn í félagslegri heimaþjónustu og heimahjúkrun þessum mikilvægu störfum. Heimaþjónusta Reykjavíkurborgar hefur þegar notað kerfið fyrir heimaþjónustu sem Bústaðahverfið veitir í rúmt ára og er nú undirbúningsvinna í gangi fyrir frekari útbreiðslu kerfisins innan borgarinnar.

Heimaþjónustukerfið er notað til tímaskráningar og þjónustustýringar og heldur kerfið jafnframt utan um alla samninga heimaþjónustunnar. Sérstakt heimilisauðkenni er hluti af rafrænu heimaþjónustukerfi sem er nýjung í velferðartækni og verður það sett inn á hvert heimili. Auðkennið kallast á við símtæki heimaliða og hefur að geyma upplýsingar um nauðsynlega þjónustu, auk þess sem það fylgist með komu heimaliðanna og lengd þjónustunnar. Með þessari tækni verður öll framkvæmd heimaþjónustu við borgarbúa markvissari.

Næstu skref í kerfinu, sem verður í áframhaldandi þróun, eru að veita aðstandendum, með leyfi þeirra sem nota heimaþjónustu, aðgang að kerfinu. Með því móti geta þeir fylgst með þjónustunni og verið í gagnkvæmum samskiptum sín á milli og við þjónustunotendur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica