InfoMentor - Ný aðalnámskrá - ný tækni. Að auka samkeppnishæfni þjóða - verkefni lokið.

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

16.8.2017

Í Mentor er námskráin í hjarta kerfisins, skólarnir þurfa ekki að setja neitt upp heldur geta strax byrjað að tengja þætti úr námskránni inn í áætlanagerð sína og vinna með námsmat. Um leið og viðmið úr námskrá er tengt inn í áætlun birtist það nemendum og foreldrum sem verður til þess að allir vinna í takt.

Aukin samkeppnishæfni þjóða
Nýjar námskrár – Ný tækifæri
er safn nýrra eininga í upplýsingakerfið InfoMentor sem þróaðar voru með styrk frá Tækniþróunarsjóði. Einingarnar styrkja kerfið alþjóðlega enda eru námskrár settar fram með það að markmiði að efla samkeppnishæfni þjóðarinnar til framtíðar og því mikið kappsmál fyrir skóla að geta innleitt og unnið með námskrána á einfaldan og skilvirkan hátt.

Heiti verkefnis: InfoMentor - Ný aðalnámskrá - ný tækni. Að auka samkeppnishæfni þjóða.
Verkefnisstjóri: Vaka Óttarsdóttir, Mentor ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Fjöldi styrkára: 3
Fjárhæð styrks: 37,5 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 132011061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Innleiðing á nýrri námskrá skapar þörf fyrir kerfi til að hjálpa skólunum að halda utan um þessar breytingar sem þarf að ráðast í. Ný námskrá hefur áhrif á allt skólastarf, aðlaga þarf alla áætlanagerð og námsmat að nýjum viðmiðum auk þess sem stundum getur verið um að ræða gagngera breytingar á hugsunarhætti og vinnubrögðum s.s. í nýrri aðalnámskrá á Íslandi.

Þetta krefst mikils af skólum og er mikið álag fyrir kennara og stjórnendur. Í Mentor er námskráin í hjarta kerfisins, skólarnir þurfa ekki að setja neitt upp heldur geta strax byrjað að tengja þætti úr námskránni inn í sína áætlanagerð og vinna með námsmat. Um leið og viðmið úr námskrá er tengt inn í áætlun birtist það nemendum og foreldrum sem verður til þess að allir vinna í takt.

Með hagnýtingu þessa verkfæris sparast mikil vinna við innleiðingu á námskrám. Vinnan verður faglegri og markvissari. Gera má ráð fyrir að fjöldi skóla aukist verulega sem innleiðir námskrána að fullu. Samstarf milli skóla eykst þar sem þeir geta miðlað sín á milli námsefni og verkefnum tengdum námskránni. Sem býður uppá ýmiss konar tölfræði og greiningarvinnu. 

Einingarnar hafa fengið mikil og góð viðbrögð. Allir okkar viðskiptavinir nýta sér þessar einingar til að vinna með námskrána og þær bjóða uppá margs konar tengimöguleika fyrir námsefni sem eykur tekjumöguleika af einingunum.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica