Klínísk rannsókn á virkni Penzyme gegn langvinnri nefholsbólgu - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

13.4.2018

Í verkefninu var hafist handa við að þróa nefúða sem væri nothæfur við langvinnri nefskútabólgu. Þróun nefúðans byggði á þorskatrypsíni sem Zymetech hefur rannsakað gegnum tíðina en þorskatrypsín hefur sýnt góða virkni gegn örveruþekjum í fyrri verkefnum.

Langvinn nefskútabólga er einn af algengustu öndunarfærasjúkdómum á Vesturlöndum og hrjáir milli 10 – 15% af fullorðnum einstaklingum. Nýlegar rannsóknir benda til þess að örveruþekjur eigi stóran þátt í framgangi og viðhaldi á sjúkdómnum. Einstaklingar sem greinast jákvæðir fyrir bakteríur sem mynda örveruþekjur eru mun líklegri en aðrir til að þjást af langvinnri nefskútabólgu. Auk þess er sjúkdómurinn hjá þessum einstaklingum erfiðari í meðhöndlun með verri einkenni. Í þessu verkefni var hafist handa við að þróa nefúða sem væri nothæfur við langvinnri nefskútabólgu. Þróun nefúðans byggði á þorskatrypsíni sem Zymetech hefur rannsakað gegnum tíðina en þorskatrypsín hefur sýnt góða virkni gegn örveruþekjum í fyrri verkefnum.

Heiti verkefnis: Klínísk rannsókn á virkni Penzyme gegn langvinnri nefholsbólgu
Verkefnisstjóri: Reynir Scheving, Zymetech ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktími: Tvö ár, hófst 2015
Veittur styrkur: 29,125 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152768

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Niðurstöður rannsóknanna sýndu að þorskatrypsín er óstöðugt í efnablöndum sem eru samhæfanlegar nefholsþekju og því var reynt að auka stöðugleika ensímana með íbótarefnum. Þær tilraunir skiluðu ekki tilætluðum árangri með þeim íbótarefnum sem prófuð voru. Ítarleg þróunarvinna sýndi að ekki tækist að útbúa efnablöndu sem væri bæði stöðug, með tilliti til ensímanna, og samhæfanleg við þekjuyfirborð nefhols. Niðurstaða Zymetech var því sú að loka verkefninu á þessu stigi. Innan Zymetech verður haldið áfram að þróa efnablöndur sem samhæfanlegar eru slímhúð í nefholi og viðhalda virkni þorskatrypsíns. Einnig verður leitað að hæfilegum pökkunarlausnum, sem veita möguleika á tveimur aðskildum fösum fyrir vöruna.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica