KRUMMA-Flow - verkefni lokið

- þróun alþjóðamarkaða fyrir leiktæki, innblásin af íslenskri náttúru

15.9.2017

KRUMMA stendur að baki KRUMMA-Flow vörulínunni, sem samanstendur af útileiktækjum, innblásnum af íslenskri náttúru, sem örva bæði hreyfi- og félagsþroska barna í könnunarleiðangri þeirra um umhverfið sitt.

Fréttatilkynning verkefnisstjórans:

KRUMMA ehf vakti verðskuldaða athygli á erlendum mörkuðum árin 2014/15 með stuðningi fyrsta markaðsstyrksins frá Tækniþróunarsjóði. Fyrir tilstuðlan síðari markaðsstyrksins byggði félagið upp sölunet erlendis og gat áfram haldið úti sölubásum á erlendum fagsýningum árin 2016/17. Á tveimur árum hefur KRUMMA komið upp söluneti með 17 dreifiaðilum sem selja til 18 landa og fleiri eru í viðræðum um að gerast dreifiaðilar. KRUMMA-Flow heldur áfram að fá jákvæða umfjöllun á alþjóðamörkuðum. KRUMMA stendur að baki KRUMMA-Flow vörulínunni, sem samanstendur af útileiktækjum, innblásnum af íslenskri náttúru, sem örva bæði hreyfi- og félagsþroska barna í könnunarleiðangri þeirra um umhverfið sitt. 

Heiti verkefnis: KRUMMA-Flow, þróun alþjóðamarkaða fyrir leiktæki, innblásin af íslenskri náttúru
Verkefnisstjóri: Wai Yin Christabelle Book-Tsang, KRUMMA ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 163804061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica