Lifandi íslensk sæeyru, markaðssetning í Japan og hönnun flutningsumbúða - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

28.8.2017

Nú, þegar útflutningur er að hefjast á lifandi sæeyrum inn á sushimarkaðinn í Japan og Evrópu, kynnir Sæbýli ehf. nýtt vörumerki og nýstárlegar flutningsumbúðir og neytendaumbúðir til leiks.

Sæbýli ehf kynnir nýtt vörumerki – Ísland verður leiðandi í eldi á sæeyrum fyrir sushi

Hátæknieldisstöð Sæbýlis á Eyrarbakka hefur ekki mikið verið í umræðunni í fjölmiðlum, en félagið hefur síðustu ár þróað nýstárlegt lóðrétt eldiskerfi sem kallað er SustainCycle sem er sérhannað landeldiskerfi fyrir japönsk sæeyru. Sæeyru eru ein verðmætasta og dýrasta afurðin sem hægt er að panta sér á sushiveitingahúsum en sushimarkaðurinn fer mjög ört vaxandi og ætlar Sæbýli ehf. að hasla sér völl á þessum markaði á næstu árum með þessa verðmætu afurð sem framleidd er á Eyrarbakka.

Heiti verkefnis: Lifandi íslensk sæeyru, markaðssetning í Japan og hönnun flutningsumbúða
Verkefnisstjóri: Kolbeinn Björnsson, Sæbýli ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 7,5 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 152991061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Það sem er nýstárlega við eldiskerfi Sæbýlis er að í staðinn fyrir að nýta mikið landflæmi undir eldið er eldiskerum staflað lóðrétt upp í loftið til að spara pláss, rafmagn og fóður og gerir þetta allt eldisumhverfið auðveldara fyrir starfsfólk og er hagræðið mjög mikið miðað við eldisstöðvar erlendis sem eru oftast sjókvíaeldisstöðvar eða mjög stórar og kostnaðarsamar landeldisstöðvar.

Saeeyru-vorumerkiNú, þegar útflutningur er að hefjast á lifandi sæeyrum inn á sushimarkaðinn í Japan og Evrópu, kynnir Sæbýli ehf. nýtt vörumerki og nýstárlegar flutningsumbúðir og neytendaumbúðir til leiks. Sæbýli ehf. stefnir á að nýta hreinleika Íslands í sinni markaðssetningu, en eftir kjarnorkuslysið í Fukushima eru Japanir mjög uggandi yfir hreinleika sjávarafurða sem neytt er í sushi.

SaeeyruSæbýli mun líka bjóða gestum veitingahúsanna sem selt verður til upp á gjafapakkningar þar sem hægt verður að taka skel sæeyrnanna með sér heim eftir heimsókn á sushibarinn í Tokyo. Er þetta mikið tækifæri til að koma mikilvægum skilaboðum til neytenda um fyrirtækið, Ísland og veitingahúsið.

Hægt verður að bragða sæeyru á Íslandi í byrjun næsta árs þegar sala á japönskum sæeyrum hefst til bestu veitingahúsa hérlendis. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica