Litli hjálparinn - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjórans

19.6.2017

Litli hjálparinn er skráningarkerfi sem auðveldar og hraðar verkferlum innan fyrirtækja sem og afgreiðslu viðskiptavina.

Litli hjálparinn er skráningarkerfi sem auðveldar og hraðar verkferlum innan fyrirtækja sem og afgreiðslu við viðskiptavini. Skráningarkerfið er vettvangur (e. platform) eða umgjörð utan um hugbúnaðareiningar (e. modules) sem notendur geta valið eftir þörfum. Miðlæg geymsla gagna á vefþjónum ásamt hugbúnaði sem er óháður bæði vélbúnaði og stýrikerfi skapa þann sveigjanleika að Litli hjálparinn er notendum aðgengilegur hvaðan sem er hvenær sem er. Núverandi útgáfa Litla hjálparans inniheldur afgreiðslukerfi, verkbókhaldskerfi, sjóðsvél og sölukerfi ásamt smáskilaboðakerfi. Áframhaldandi þróun Litla hjálparans verður í samstarfi við notendur til þess að koma sem best til móts við þeirra þarfir. 

Heiti verkefnis: Litli hjálparinn
Verkefnisstjóri: Bjarki Gunnarsson, Litla hugbúnaðarhúsið ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2014-2015
Fjárhæð styrks: 14 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 142683061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Nánari upplýsingar um verkefnið er hægt að finna á vefsvæðinu http://hugbunadarhusid.is.

Afrakstur verkefnisins









Þetta vefsvæði byggir á Eplica