Þróun á nýrri lausn til að staðsetja síma innanhúss - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

17.10.2018

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Locatify hefur hannað lausn þar sem hægt er að sýna staðsetningu síma með enn meiri nákvæmni en áður hefur þekkst og veita upplýsingar hratt og vel eftir því hvar eigendur þeirra eru staddir, en Tækniþróunarsjóður veitti fyrirtækinu styrk til þróunar.

Ný lausn sem sýnir afar nákvæma stöðu síma innanhúss

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Locatify hefur hannað lausn þar sem hægt er að sýna staðsetningu síma með enn meiri nákvæmni en áður hefur þekkst og veita upplýsingar hratt og vel eftir því hvar eigendur þeirra eru staddir, en Tækniþróunarsjóður veitti fyrirtækinu styrk til þróunar.

Ný upplifun við sérhvert skref - Lausnin byggð á Ultra Wide-Band tækninni

Með 20-30 cm nákvæmni er hægt að staðsetja gesti í söfnum og á sýningarsvæðum. Með hugbúnaðinum er hægt að breyta sjálfvirkt um hljóð- og myndskrár í snjalltækjum á svipstundu við sérhvert skref gests. Þannig er hægt að bjóða uppá nýja aðferð við að njóta sýninga með gagnvirku efni sem bætir upplifun í safnaheimsóknum og í sýningarrýmum. Tæknin sem notast er við heitir Ultra Wide-Band (UWB) og samanstendur af nemum sem eru sett í horn rýmis, rafflögum í hulstrum sem mæla staðsetningu, tölvu sem skráir hana og sendir samstundis í síma notenda yfir netið.

Locatify hannaði frumgerðir en tók síðar upp annan búnað og aðlagaði að appumsjónarkerfi sínu.

Írska fyrirtækið DecaWave hannaði búnað sem gerði UWB aðgengilegt en Locatify smíðaði frumgerðir vélbúnaðar útfrá honum, í samvinnu við verkfræðinga frá Háskóla Íslands. Þær virkuðu vel en við prófanir kom í ljós að orkuþörf rafhlaða var of mikil til að þær væru hagkvæmar í notkun en búnaður frá tékkneska frumkvöðlafyrirtækinu Sewio hentaði vel. Kerfi Locatify, til að búa til smáforrit, var aðlagað að búnaðinum og safnalausn var hönnuð, sem er 20-30 cm nákvæm og virkjast á sekúndubroti. 

Heiti verkefnis: Þróun á nýrri lausn til að staðsetja síma innanhúss
Verkefnisstjóri: Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, Locatify ehf.
Styrkþegi: Locatify ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2016-2018
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 163737

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Safnalausn sýnd á ráðstefnum og sett upp á stórri sölusýningu

Safnalausnin var sýnd á ráðstefnunum Museum Next, Museum Ideas, Follow the Vikings og Leikum okkur með menningararfinn og vakti talsverða athygli. Búnaðurinn var settur upp til prufu í Snorrastofu í Reykholti og var útkoman sýnd í sjónvarpsþættinum Landanum. Vorið 2018 var búnaðurinn settur upp á umfangsmiklu sýningarsvæði verslunar í Hollandi sem kynnt verður innan skamms.

Ýmis tækifæri í kjölfar þróunarinnar

Lagt var af stað með þá áætlun að koma með lausn fyrir söfn sem ekkert annað fyrirtæki biði uppá og henni var hrint í framkvæmd. Tæknin opnar nýja markaði og veitir Locatify sérstöðu og forskot á markaði fyrir söfn, gallerí og sýningarsvæði þar sem þörf er á nákvæmri staðsetningu innanhúss. Fjölmargar fyrirspurnir hafa komið inn á borð Locatify sem snúa að UWB-lausnum bæði fyrir söfn og fyrirtæki en til stendur að hefja margvísleg verkefni tengd þeim hérlendis og erlendis. 

Greinar á vef og prenti

  • The Future of Indoor Positioning with UWB RTLS (Ultra-wideband) - What is Ultra-Wideband? Hér
  • iBeacons or Ultra-Wideband for Indoor Proximity Services- What are the practical differences between UWB and iBeacons? Hér
  • Locatify Automatic Museum Guide 2018 (UWB for Museums PDF Download) Hér
  • UWB Museum Guide at Snorrastofa featured on RUV TV Hér
  • Museum Trends: How Your Museum Can Collect and Use Data Hér
  • Super Precise UWB Indoor GPS Demo at MuseumNEXT Rotterdam Hér
  • Snorri Icelandic Culture & Medieval Tourism app released Hér  
  • Locatify Receives Grant to Develop Precise Indoor Location Solution with 30cm Accuracy Hér
  • Locatify to demo latest Museum Tech at The Icelandic Embassy, Stockholm Hér
  • Museum Ideas 2017: Engaging Visitors with Immersive Experiences Workshop Hér
  • Museums in Strange Places: Podcast on beacon technology used in Eldheimar and UWB technology Hér  Podcast








Þetta vefsvæði byggir á Eplica