Markaðssetning á Snjallhraðli Apon erlendis - verkefnislok

Fréttatikynning verkefnisstjórans

23.1.2017

Markaðsstyrkur Tækniþróunarsjóðs hefur opnað Apon dyr inn á markaði sem lofa góðu um framgang og sölu á vöru fyrirtækisins.

Þetta var viðburðaríkt ár hjá Apon en fulltrúar fyrirtækisins tóku þátt í fjölmörgum vöru- og tæknisýningum í Evrópu jafnt sem í BNA. Oft varð þátttaka í einum viðburði til þess að fulltrúa fyrirtækisins var boðin þátttaka í sambærilegum viðburð, eins og t.d. halda framsöguræðu um hugbúnaðarþróun og um leið kynna Apon snjallhraðalinn og einnig nýsköpunarumhverfið á Íslandi. Þá var farið í ítarviðtöl með markhópum, þ.e. starfsfólki og forsvarsmönnum fyrirtækja og kortlagt hvaða tæki þeir nota í daglegum rekstri.

Heiti verkefnis: Markaðssetning á Snjallhraðli Apon erlendis
Verkefnisstjóri: Ármann Kojic, Apon slf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 10 milllj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153284-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Afrakstur þessarar vinnu varð m.a. til þess að Apon hóf að vinna með nýjum fyrirtækjum í Silicon Valley. Einnig varð úrvinnsla úr viðtölum til þess að útbúið var kynningarefni, bæklingar og rafrænt efni sem tók mið af þörfum notenda. Samhliða þessum verkferlum og með þátttöku í kynningarstefnum jókst skráning í beta-prógram Apon um 160%.

Markmið átaksins var að Apon snjallhraðall yrði þekktur sem alhliða hönnunar- og útgáfugrundvöllur fyrir Android-, Apple- og Microsoft-snjalltæki.

Árangur sem hlaust af markaðsstyrk Tækniþróunarsjóðs má mæla í fjölda viðskiptasambanda sem stofnað var til af Apon og breiðu tengslaneti sem nýtist fyrirtækinu við frekari markaðssetningu. Með styrknum mynduðust einnig forsendur til að vinna áætlun fyrir ítarlega markaðsgreiningu á BNA-markaði.

Í framhaldi var útbúin stefnumótun varðandi markaðsleiðir, ákveðin verðstefna og hannað tekjumódel með það að markmiði að koma fullbúinni vöru á markað á árinu 2017. Einnig var útbúið markaðs- og kynningarefni.

Markaðsstyrkur Tækniþróunarsjóðs hefur þannig opnað fyrirtækinu dyr inn á markaði sem lofa góðu um framgang og sölu á vöru Apon.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica