Markaðssetning á vefsíðunni tripcreator.com - verkefnislok

- ferðasmiður fyrir ferðamenn á leið til Íslands. Fréttatilkynning verkefnisstjóra.

12.9.2017

Ávinningur verkefnisins var mikill og hjálpaði veruleg til með áherslur TripCreator á að verða hugbúnaðarfyrirtæki sem býður ferðatengdum aðilum, flugfélögum, ferðaskrifstofum og öðrum lausnir til þess að auðvelda skipulagningu ferða fyrir sína viðskipavini.

Þegar TripCreator ehf. sótti um markaðsstyrk til Tækniþróunarsjóðs voru markmiðin skýr og eftirfarandi:
“Markaðssetja tripcreator.com (ferðasmiðinn) á veraldarvefnum með áherslu á markaðssvæði í Evrópu og Norður-Ameríku til að auðvelda ferðamönnum að:

  • Fá fullkomnar upplýsingar um alla ferðaþjónustu á Íslandi (gistingu, bílaleigu og afþreyingu) og um áhugaverða ferðamannastaði
  • Fá sérsniðna ferðatillögu út frá áhugamáli og tímabili ferðar
  • Nota ferðasmiðinn til að breyta ferðatilhögun að vild
  • Bóka, greiða og ganga frá ferð á einum stað - “one stop shop”

Í fyrstu lotu, sem þetta verkefni snýst um, er viðfangsefni TripCreator eingöngu skipulagning ferða til Íslands.  Í næstu lotu verður róið á erlend mið - markmið fyrirtækisins er að ná afgerandi markaðsstöðu á þessu sviði í heiminum.  Nú þegar hefur fyrirtækið náð því markmiði að tæknilega er þessi ferðasmiður sá fullkomnasti í heiminum.”

Ljóst er að öll markmið verkefnisins samkvæmt ofanverðu hafa náðst.  Það sem meira er, TripCreator hefur nú þegar tekið skrefið á erlend mið með því að gera lausnina “global”-lausn og bjóða skipulagningu ferða hvar sem er í heiminum.

Heiti verkefnis: Markaðssetning á vefsíðunni tripcreator.com, ferðasmiður fyrir ferðamenn á leið til Íslands
Verkefnisstjóri: Hilmar Halldórsson, TripCreator ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153280061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Afrakstur verkefnisins er gert ítarleg skil neðar undir liðnum “Listi yfir afrakstur verkefnisins”.  Þar er farið ítarlega yfir þá liði um afrakstur sem tilgreindir eru í samningi TripCreator og Tækniþróunarsjóðs.

Árangurinn af notkun Adwords (sjá Afrakstur 2) og Content Marketing (blogging undir Afrakstur 1) var verulega aukin umferð á vef TripCreator og ávinningurinn fleiri plön og ferðir.  Niðurstaðan hins vegar sú að mjög erfitt er að eiga í samkeppni við stóru aðilana Booking.com, airBnB, og ferðaskrifstofur í raunheimum og ljóst að til þess að ná nægilegri umferð og notkun um lausnina er best að koma henni í notkun þar sem ferðamennirnir eru fyrir, sem sagt hjá flugfélögum og ferðaskrifstofum.  Í samráði við stjórn TripCreator og með hliðsjón af aðgerðum fyrri hluta árs 2016 var ákveðið að flýta fyrri áætlunum um áherslur á B2B lausnir og var fyrsti samningur þess efnis undirritaður við Icelandair seint 2016 og lausnin komin í loftið á vefjum Icelandair.  Lausnin er einnig komin í loftið hjá Pink Iceland ferðaskrifstofunni sem er að byrja að nota lausnina til þess að skipuleggja ferðir fyrir sína viðskipavini.

Ávinningur verkefnisins var mikill og hjálpaði veruleg til með áherslur TripCreator á að verða hugbúnaðarfyrirtæki sem býður ferðatengdum aðilum, flugfélögum, ferðaskrifstofum og öðrum lausnir til þess að auðvelda skipulagningu ferða fyrir sína viðskipavini.

Stuðningur Tækniþróunarsjóðs hefur ótvírætt hjálpað TripCreator að ná sínum markmiðum og að taka skref fram á við fljótar og betur en áætlað var.  Stuðningur Tækniþróunarsjóðs hefur að hluta gert það að verkum að TripCreator er á góðri siglingu sem vaxandi sprotafyrirtæki.

Afrakstur 1:

Búið er að skrifa og birta alls 64 blog á ensku um Ísland sem áfangastað m.a:

Afrakstur 2:

Farið var í miklar vefborðabirtingar í febrúar, mars og apríl. Samhliða því hefur verið auglýst á leitarorðum sem tengjast skipulagningu á ferðalögum til Íslands.  Seinni hluta árs voru stöðugar birtingar sem lögðu áherslu á “travel planning” og nafnið TripCreator með það í huga að tengja þetta tvennt og auka sýnileika fyrir flugfélög og fyrirtæki í ferðabransanum.

Afrakstur 3:

Hilmar Halldórsson fór fyrir hönd fyrirtækisins á ITB - Berlin og Katie Hammel fór á TBEX í Stokkhólmi. Á báðum stöðum vakti lausn TripCreator mikla athygli og fjöldi fólks lýsti yfir áhuga á að vinna nánar með TripCreator. Í einhverjum tilfellum er verið að kortleggja hvernig koma megi á samstarfi.  Hilmar, Bragi, María og Jón Árni sóttu TTE – London í febrúar 2017, Hilmar, Jón Árni, María sóttu ATM – Dubai í maí 2017 og María, Jón Árni og Hannes sóttu Digital Travel í Las Vegas í maí 2017.  Hilmar, Jón Árni og María sóttu svo FTE – Ancilliary í Dublin í júní 2017.  Ferðasmiðurinn vekur alls staðar mikla athygli og viðræður eru í gangi við á þriðja tug flugfélaga auk viðræðna við um tug erlendra ferðaskrifstofa.

Afrakstur 4:

Um áramótin 2016-2017 var TripCreator lausnin orðin “global” lausn og hægt var að skipuleggja ferðir í öllum heimshlutum.  Á Íslandi eru 1,593 gististaðir í boði í gegnum Booking.com, flest allar bílaleigur landsins í gegnum RentalCars.com og öll sú afþreying sem Viator býður upp á.   Points of Interest (POIs) í boði á Íslandi eru 1395.  Ítarlegar upplýsingar eru í boði um alla afþreyingu og POIs.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica