Markaðssetning í Bandaríkjunum á þjónustu 3Z - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

14.9.2017

Nýlega hóf fyrirtækið 3Z sókn á erlenda markaði með myndun tengslanets og opnun sölustofu á austurströnd Bandaríkja Norður-Ameríku sem opnar leið að stórum lyfjafyrirtækjum.

3Z er íslenskt rannsóknafyrirtæki sem hefur þróað aðferðir til að skima lyf með háu gegnumstreymi fyrir ýmsum taugakerfissjúkdómum.  Aðferðir 3Z byggjast á því að nota sebrafiska sem dýralíkan en fyrirtækið hefur hannað erfðabreytt líkön af mennskum taugasjúkdómum í fiskinum, þar á meðal Parkinson´s, flogaveiki, ADHD, sársauka, svefnleysi og nú síðast ALS.

Heiti verkefnis: Markaðssetning í Bandaríkjunum á þjónustu 3Z
Verkefnisstjóri: Karl Ægir Karlsson,  3Z ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 164114061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Lyfjauppgötvun er langt og flókið ferli og lyfjafyrirtæki treysta í æ ríkari mæli á útvistun til sérhæfðari fyrirtækja. Þetta á sérstaklega við um þróun lyfja með virkni í miðtaugakerfinu þar sem fá ný lyf hafa komið fram síðustu áratugina. Aðferð 3Z býður upp á hraðvirka leið til að skoða virkni sameinda í miðtaugakerfinu. Sú mæliaðferð sem við höfum þróað kemst nær því að lýsa áhrifum lyfjaefna eins og þau gætu orðið í klínískri notkun og flýtir því lyfjaþróunarferlinu og lækkar um leið kostnað. Nýlega hóf fyrirtækið sókn á  erlenda markaði með myndun tengslanets og opnun sölustofu Á austurströnd BNA sem opnar leið að stórum lyfjafyrirtækjum. Þegar er fyrsti samningur í höfn við japanska félagið ONO um prófun á lyfjum við ALS.

Hér eru nokkrar nýlegar fréttir af fyrirtækinu:









Þetta vefsvæði byggir á Eplica