Markaðssetning Rhino Analytical Studio - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjórans.

15.2.2017

Í verkefninu var markaðsefni útbúið, söluáætlanir gerðar og tengslaneti komið á. Einnig voru vörur Rhino Aviation kynntar fyrir erlendum flugfélögum.

Rhino Analytical Studio er heildstæður hugbúnaður sem skrifaður hefur verið í samvinnu við Icelandair sem hjálpar flugfélögum að nýta þær upplýsingar sem eru í viðhaldskerfum við að minnka kostnað við varahluti í flugvélar en á sama tíma ná því þjónustustigi sem lagt er upp með.

Heiti verkefnis: Markaðssetning Rhino Analytical Studio
Verkefnisstjóri: Jóhann Guðbjargarson, Rhino Aviation ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153373-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Rhino Aviation hefur lokið verkefninu Markaðssetning Rhino Analytical Studio.  Verkefnið snéri að því að útbúa markaðsefni, koma upp sölupípum og tengslaneti og kynna vörur fyrirtækisins hjá erlendum flugfélögum.  Á tímabilinu var allt markaðsefni fyrirtækisins útbúið, þ.e. kynningar, sölu- og forgreiningarefni ásamt því að myndmerki var hannað og línur lagðar varðandi liti og leturgerðir.  Eins var skerpt verulega á því hvernig vöruframboð fyrirtækisins er kynnt og stefnan í markaðsmálum mótuð.  Við sóttum tvær ráðstefnur erlendis, héldum kynningu með Icelandair á “Cost Control”-ráðstefnu Alþjóða flugmálastofnunarinnar (IATA) og komum upp söluneti í Norður-Ameríku ásamt heimsóknum til erlendra flugfélaga.

Góð viðbrögð hafa verið við vörum Rhino Aviation og erum við þessa dagana í samningaviðræðum um innleiðingu á kerfinu til nokkurra fyrirtækja auk þess sem mikilvæg tengsl hafa komist á við flugfélög hér heima og erlendis.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica