Markaðssókn Anitar-örmerkjalesara og -hugbúnaðar – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

12.10.2018

Með markaðsstyrknum gat Anitar útbúið markaðsefni og komið af stað forsölu á örmerkjalesaranum í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter.

Með markaðsstyrknum gat Anitar útbúið markaðsefni og komið af stað forsölu á örmerkjalesaranum í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter.

Nýsköpunarfyrirtækið Anitar er hugbúnaðar- og tæknifyrirtæki sem vinnur að lausnum fyrir landbúnaðinn.

Anitar er komið langt með þróun á örmerkjalesara til að auðvelda skráningu og utanumhald húsdýra. Lesarinn ber heitið The Bullet og er notaður samhliða snjallsímaforritum. Með þessari samsetningu á lesaranum og snjallsímaforritum verður hægt að skanna og vinna með upplýsingar um fjölda dýra, svo sem hesta, hunda og svín.

Heiti verkefnis: Markaðssókn Anitar-örmerkjalesara og -hugbúnaðar
Verkefnisstjóri: Karl Már Lárusson, Anitar ehf.
Styrkþegi: Anitar ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2017
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 175855

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Anitar er styrkt af Tækniþróunarsjóði. Með markaðsstyrknum gat Anitar útbúið markaðsefni og komið af stað forsölu á örmerkjalesaranum í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter. 278 studdu verkefnið og komu stuðningsaðilarnir alls staðar að úr heiminum allt frá Íslandi til Ástralíu. Kickstarter forsalan opnaði margar dyr, en Anitar komst í samband við marga sem gætu orðið samstarfsaðilar í framtíðinni.

Seinkun hefur komið upp í framleiðsluferlinu sem hefur leitt til þess að örmerkjalesararnir verða afhendir seinna en gert var ráð fyrir í upphafi. Unnið er hörðum höndum þessa dagana að því að koma framleiðslu af stað og geta starfsmenn Anitar ekki beðið eftir því að afhenda þá dyggum stuðningsaðilum. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica