Markaðssókn Memento á erlenda markaði - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

21.6.2018

Með markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði var Memento ehf. gert kleift að greina markaði og hefja markaðssókn á erlendri grundu, þ.e. útbúa kynningarefni, sækja ráðstefnur og fleira.

Memento er framsækið fjártæknifyrirtæki sem framleiðir ,,whitelabel” greiðslulausnir fyrir þriðja aðila sem vill halda í við ört breytilegt greiðsluumhverfi.

Á undanförnum tveimur árum hefur Memento ehf. unnið að þróun á stafrænum greiðslulausnum sem standa til boða fyrir þriðja aðila. Hluti lausna Memento er nú þegar kominn á markað á Íslandi í samstarfi við Íslandsbanka undir nafninu Kass. Lausnirnar hafa verið gefnar út fyrir iOS og Android og eru í dag notaðar af fjölda einstaklinga, óháð viðskiptabanka og símafyrirtæki.

Vöruþróun hefur m.a. skilað af sér tveimur vörum sem eru aðgengilegar í Kass. P2P-greiðslukerfi (vinagreiðslur) sem og viðburðakerfi, sem gerir notendum kleift að safna í púkk og tengja við samfélagsmiðla. Til viðbótar hefur Memento unnið að fleiri vörum en vöruframboðið hefur verið kynnt á erlendum vettvangi síðastliðið ár.

Heiti verkefnis: Markaðssókn Memento á erlenda markaði
Verkefnisstjóri: Arnar Jónsson, Memento ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2017
Fjárhæð styrks: 10. millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 175816

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Með markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði var Memento gert kleift að greina markaði og hefja markaðssókn á erlendri grundu, þ.e. útbúa kynningarefni, sækja ráðstefnur og fylgja eftir áhuga með því að stunda samfellt sölu- og markaðsstarf sem skerpt hefur mjög á stefnu og vöruframboði fyrirtækisins. Verkefnið hefur lagt grunn að áframhaldandi markaðssetningu Memento í Evrópu.

Memento hlaut verðlaun fyrir Besta app ársins 2016 af Samtökum vefiðnaðarins og í febrúar 2017 hlaut svo fyrirtækið hin virtu fjártækniverðlaun “Best of show” á Finovate, sem er ein stærsta fjártækniráðstefna heims.

Heimasíða: www.mementopayments.com

Árangur:

  • Markaðsrannsóknir og markhópagreining á evrópska markaðnum
  • Markaðs- og kynningarefni fyrir sýningar í Evrópu (kynningarbæklingar og myndefni)
  • Hönnun á vefsvæði
  • Þátttaka á sýningum í Evrópu
  • Aðlögun vöruframboðs bæði að evrópska markaðnum og vegna breyttra reglugerða
  • Opnun á markaði og tengslauppbygging
  • Undirritað samkomulag við dreifingaraðila
  • “Best of show” á Finovate 2017

Þetta vefsvæði byggir á Eplica