MedEye AllScan fyrir heilbrigðisstofnanir - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjórans

13.3.2017

MedEye aðstoðar hjúkrunarfræðinga á sjálfvirkan hátt við að ganga úr skugga um að sjúklingum séu gefin rétt lyf með því að bera þau saman við lyfjafyrirmæli lækna.

Mint Solutions er framsækið fyrirtæki sem hefur undanfarin ár þróað og hafið sölu á MedEye-lyfjaöryggistækni fyrir sjúkrahús. MedEye aðstoðar hjúkrunarfræðinga á sjálfvirkan hátt við að ganga úr skugga um að sjúklingum séu gefin rétt lyf með því að bera þau saman við lyfjafyrirmæli lækna. Þannig má koma í veg fyrir mörg helstu lyfjamistökin með því að sannreyna að verið sé að gefa réttum sjúklingi, rétt lyf og réttan skammt á réttum tíma.

Heiti verkefnis: MedEye AllScan fyrir heilbrigðisstofnanir
Verkefnisstjóri: Áslaug Bjarnadóttir, Mint Solutions ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2013-2015
Fjárhæð styrks: 37,5 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 132081-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Mint solutions hlaut verkefnisstyrk frá Tækniþróunarsjóði seinni hluta árs 2013 til þess að þróa MedEye AllScan. Tilgangur verkefnisins var að þróa áfram MedEye-lausnina til þess að gera heilbrigðisstofnunum öðrum en sjúkrahúsum kleift að auka lyfjaöryggi. Þessar stofnanir glíma að mestu við sömu vandamál og sjúkrahús þegar kemur að öryggi við lyfjagjafir en njóta ekki sömu innviða (t.d. rafrænna lyfjafyrirmæla). Með MedEye AllScan-verkefninu er þeim nú gert kleift að nýta sér kosti MedEye sem hefur í för með sér öruggari og skilvirkari lyfjagjafir. Styrkurinn kom á mikilvægum tíma fyrir MedEye sem hefur verið að ryðja sér rúms á sjúkrahúsum í Hollandi og skipti sköpum fyrir áframhaldandi þróun á MedEye fyrir heilbrigðisstofnanir. Þær nýjungar sem þróaðar voru sem hluti af MedEye AllScan-verkefninu eru nú þegar í notkun á tveimur hjúkrunarheimilum, öðru í Hollandi og hinu í Belgíu og hafa gengið vel. Mikil eftirspurn er eftir MedEye hjá sjúkrahúsum og hefur hún aukist enn frekar eftir að heilbrigðisstofnanirnar bættust við. Mint Solutions er nú þegar í viðræðum við fleiri stofnanir sem geta nú nýtt sér kosti MedEye, bæði á Íslandi og erlendis.

Afrakstur verkefnisins

  • The results of the MedEye AllScan project are the software and hardware enhancements and improvements.
  • Mint Solutions holds patents for MedEye in US, EU and Australia.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica