Memaxi Link – samskiptagátt í velferðarþjónustu - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

14.2.2022

Memaxi Link heldur utan um samskipti og samþættingu þjónustu milli ólíkra starfsstöðva í velferðarþjónustu sem allar veita sama þjónustuþeganum aðstoð og þjónustu.

Logo tækniþróunarsjóðs

Memaxi ehf. er nýsköpunarfyrirtæki í velferðarþjónustu og hefur undanfarin ár unnið að þróun samskipta- og skipulagslausnar í velferðarþjónustu. Notendur Memaxi eru þjónustuþegar sem njóta langtímaaðstoðar og umönnunar, aðstandendur þeirra og þjónustuveitendur frá sveitarfélögum og ríki. Meðal notenda eru íbúðakjarnar fatlaðra, endurhæfingarstöðvar, verndaðir vinnustaðir, hjúkrunarheimili, heimaþjónusta sveitarfélaga og heimahjúkrun. Memaxi er bylting í samskiptum og skipulagi þar sem snjalltækni er nýtt til hins ýtrasta og öllum hlutaðeigandi er haldið upplýstum hvar og hvenær sem er. Nauðsynlegar upplýsingar eru aðgengilegar þegar aðstoðin er veitt sem eykur gæði, skilvirkni og samfellu.

Memaxi Link er viðbót við Memaxi Central sem heldur utan um samskipti og skipulag innan starfsstöðva í velferðarþjónustu en Memaxi Link tengir starfsstöðvar saman. Þannig getur þjónustuþegi fengið samþætta þjónustu s.s. frá íbúðakjarna, hæfingarstöð, vernduðum vinnustað eða frá heimaþjónustu frá sveitarfélagi og heimahjúkrun frá ríki. Öll samskipti milli starfstöðvanna fara í gegnum Memaxi og þannig er hægt að tryggja hraðari og skilvirkari þjónustu öllum til heilla. Hefur þessum tveimur vörum nú verið slegið saman í eina vöru undir heitinu Memaxi PRO.

Eigendur og starfsmenn Memaxi hafa mikla reynslu af umönnun ástvina og byggir hugmyndin á þeim hindrunum og áskorunum sem slík umönnun hefur í för með sér. Leiðarljós Memaxi hefur ávallt verið að þjónustuþeginn sé í forgrunni og vel upplýstur um gang mála með einföldum upplýsingaskjá, að aðstandendur séu virkir þátttakendur og að hinir mörgu þjónustuveitendur sem koma að málum veiti samþætta, skilvirka og persónumiðaða þjónustu. Þannig geta þjónustuþegar verið sem lengst í sjálfstæðri búsetu eða í sem hagkvæmustu búsetuúrræðum.

Næstu skref Memaxi eru áframhaldandi þróun Memaxi PRO og að tengja saman heilbrigðisumdæmi og sveitarfélög til að auðvelda þeim að veita samþætta þjónustu í nánu samstarfi við ánægða notendur.

Nánari upplýsingar er að finna á www.memaxi.is

HEITI VERKEFNIS Memaxi Link – samskiptagátt í velferðarþjónustu

Verkefnisstjóri: Ingunn Ingimars

Styrkþegi: Memaxi ehf.

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 49.985.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica