Mussila-skólinn - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

25.9.2020

Að loknu tveggja ára þróunarsamstarfi Mussila og Tækniþróunarsjóðs hefur Mussila Music School tekið stórkostlegum framförum sem kennslutæki í tónlist.

Miklar umbætur hafa verið gerðar á leiknum og prófanir gerðar eftir hvern og einn þátt. Þar má nefna umbætur á leikjamódelinu; umbætur á efnistökum til þess að ná betra flæði og skýrari framsetning á námsefni; aukið úrval leikja og leikurinn hefur stækkað margfalt að umfangi.

Logo tækniþróunarsjóðs

 Þá hafa miklar umbætur verið gerðar á píanóhlutanum bæði hvað varðar spilun og leikjamódel. Einnig höfum við bætt inn nýjum leikjagerðum til að auka fjölbreytni og mikil vinna hefur verið unnin í tengslum við nýja kúrsa, ný lög og alla framsetningu í inngönguhluta leiksins. Þar hefur verið bætt verulega mikið úr þar sem áskriftarmódelið krefst þess að flæðið og spilunin sé hámörkuð, verð prófuð á mismunandi mörkuðum og svo styrkleiki hverrar æfingar henti hverjum notanda. Þá hefur verið þróað öflugt vefumsjónarkerfi sem býður upp á einstaklingsmiðaða endurgjöf og útgáfu notendaauðkenna sem mun gera fyrirtækinu kleift að selja aðgang að forritinu í gegnum eigin sölusíðu. Á tímabilinu hefur Mussila Music School unnið til fjölda verðlauna, má þar nefna Parent's Choice Awards, Nordic EdTech Awards og tilnefningu til alþjóðlegu menntaverðlaunnn BETTA Awards 2020 þar sem Mussila Music School var tilnefndur sem eitt af þeim átta bestu smáforritunum á markaði.

Við í Mussila þökkum Tækniþróunarsjóði kærlega fyrir gott samstarf og mikilvægan stuðning við verkefnið.

Nánari upplýsingar er að finna á Mussila.com

Heiti verkefnis: Mussila-skólinn
Verkefnisstjóri: Margrét Júlíana Sigurðardóttir 
Styrkþegi: Mussila ehf
Tegund styrks: Vöxtur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 50 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica