Námshugbúnaður fyrir fjórðu iðnbyltinguna - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

4.1.2022

Gervigreind skipar sífellt stærri sess í lífi og starfi landsmanna. Tæknin verður sífellt fullkomnari, en að sama skapi er sífellt stærri áskorun fyrir landsmenn að skilja á hverju hún byggir og að nýta möguleika hennar til fulls.

Logo tækniþróunarsjóðs

Aðstaðdendur „Gervigreind fyrir alla“ þakka Tækniþróunarsjóði Rannís fyrir ómetanlegan stuðning. Gervigreind skipar sífellt stærri sess í lífi og starfi landsmanna. Tæknin verður sífellt fullkomnari, en að sama skapi er sífellt stærri áskorun fyrir landsmenn að skilja á hverju hún byggir og að nýta möguleika hennar til fulls. Í verkefninu leggjum við okkar lóð á vogaskálarnar með fyrsta námskeiðinu um gervigreind, sem samið er á íslensku. Okkar markmið er að námskeiðið sé aðgengilegt öllum, við gerum ekki ráð fyrir bakgrunni í stærðfræði. Til að gera námskeiðið sem aðgengilegast þróuðum við kennsluvef, sem nýtir nýjustu gervigreindartækni til að laga námsefnið að þörfum og áhuga hvers og eins notanda. Við viljum að allir geti tengt við námsefnið og bjóðum notendum að velja þann framsetningarmáta sem hentar þeim best. Við lítum á það sem okkar verkefni að hver og einn njóti þess að læra hjá okkur og tengi við námsefnið.

HEITI VERKEFNIS: Námshugbúnaður fyrir fjórðu iðnbyltinguna

Verkefnisstjóri: Héðinn Steingrímsson

Styrkþegi: Skákgreind ehf.

Tegund styrks: Sproti en uppfært í Vöxt

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 15.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica