Ljósvarpa - til að veiða fisk, verkefni lokið í Tækniþróunarsjóði

8.5.2013

Hátækniveiðarfæri hefur verið hannað og smíðað til að veiða fisk með umhverfisvænni hætti en nú tíðkast.

Hugmyndin að þessu rannsóknar- og þróunarverkefni kviknaði fyrir um áratug og segja má að hún feli í sér gagngera endurhugsun á togveiðum. Í stað þess að nota hefðbundin veiðarfæri úr garni er búin til nokkurs konar veggur eða net með ljósum, sem sjá um að smala fiskinum í togveiðarfærin. 

Ljosvarpa _litil

Vinna við frumgerð ljósa-veiðarfæris er á lokastigi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Hafrannsóknastofnuninni, aðrir beinir aðilar að verkinu eru Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. og Fjarðanet hf.  Auk þessara aðilar hafa ótaldir aðrir aðilar stutt okkur með ráðum og dáð og má þar helst nefna Marel, auk allra þeirra sem hafa unnið fyrir okkur og veitt okkur upplýsingar oft fyrir litlar greiðslur.

Heiti verkefnis: Ljósvarpa
Verkefnisstjóri: Halla Jónsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Tegund styrks. Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2008-2010
Fjárhæð styrks: 29 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 081242

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Tækniþróunarsjóður og AVS hafa samþykkt að styðja þátttakendur áfram til lúkningar verkefnisins og tilrauna í sjó.

Búið er að hanna allar einingar vörpunnar og smíða íhluti. Verið er að klára samsetningu Ljósvörpunnar og hún síðan reynd í sjó.

Veiðar með ljósum eru tilraun til að draga úr umhverfisáhrifum núverandi veiða.   Ef afli á sóknareiningu verður sambærilegur og í hefðbundnum togvörpum, má reikna með að olíunotkun á tonn veidds fisks dragist saman um hátt í 40 %.  Ljósvarpan er botnlæg flotvarpa sem er stýranleg í sjó og getur t.d. haldið valinni fjarlægð frá sjávarbotni og með öflugum ljósum er hægt að smala fiski upp af sjávarbotni ínn í vörpuna, og lágmarka þannig röskun á sjávarbotni.

Til mikils er að vinna ef hægt er að gera togveiðafæri vistvænni  og draga mjög úr olíunotkun við veiðar.

Stuðningsaðilar verkefnisins eru orðnir margir en sjóðirnir AVS, TÞS, Vaxtarsamningur Vestfjarða og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið eru þeirra stærstir.  Við þökkum öllum stuðningaðilum fyrir góðan stuðning.

 

Afrakstur verkefnisins

Togkapall með ljósleiðara og rafleiðurum og meðfylgjandi tölvustýrðu togspil. 

Stýring á hæð vörpunnar yfir sjávarbotni.

Neðasjávarljós til veiða sem hægt er að fjarstýra og breyta stefnu geisla, breyta ljósstyrk og blikki.

Einkaleyfisumsókn.

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica