Framleiðsla á heilsusalti - verkefnislok

4.6.2013

Arctic Sea Salt ehf. hefur lokið verkefninu "Framleiðsla á heilsusalti (Lág natríum salti)" sem unnið var með styrk frá Tækniþróunarsjóði. Verkefnið stóð yfir í eitt ár og heildarstyrkur Tækniþróunarsjóðs var 10 milljónir króna. Markmiðið með verkefninu var að búa til vélbúnað sem framleiðir lág-natríum salt úr sjó með jarðvarma. Heilsusaltið sem framleitt var hefur 60% minna magn af natríum en venjulegt borðsalt. Saltið hentar sérstaklega vel þeim sem vilja lækka hjá sér blóðþrýsting. Saltið hefur hlotið góðar móttökur á markaðanum og hefur fyrirtækið skrifað undir sölusamning á framleiðslunni til innlendra aðila.

Heiti verkefnis: Framleiðsla á heilsusalti
Verkefnisstjóri: Sarah Branci, Arctic Sea Salt ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2012
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 120916

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Styrktartímabili Tækniþróunarsjóðs er nú lokið en verkefnið er rétt að byrja. Á þróunartímanum breyttist verkefnið frá því að vera hugmynd að framleiðsluaðferð sem þróuð hafði verið á tilraunastofu yfir í vélvætt framleiðsluferli. Á næstu mánuðum og árum er ætlunin að halda áfram að þróa framleiðsluaðferðina með það að markmiði að auka afköstin ennþá frekar.

Listi yfir afrakstur verkefnisins

  1. Saltsnigill. Tækjabúnaður sem framleiðir 120 kg/sh af heilsusalti.
  2. Íslenskt einkaleyfi frá 18.06.2010 nr. 8903.
  3. Evrópska einkaleyfisstofan (EPO) hefur tilkynnt auglýsingu ("publication") einkaleyfisins númer 2582255.
  4. Einkaleyfisumsókn hefur verið lögð fram í eftirfarandi löndum: Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu, Kína, Japan, Indlandi og er beðið niðurstöðu þess.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica