Hryggþrýsti- og hreyfingamælir - verkefnislok

7.10.2013

MTT ehf  var stofnað með því markmiði að þróa, sannreyna, framleiða og markaðssetja hryggþrýsti- og hreyfimælinn, HÞH-tækið sem mælir færslu milli einstakra hryggjarliða og þrýstinginn sem beitt er við færsluna eftir hugmynd dr. Maríu Ragnarsdóttur. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands með Geir Guðmundsson í verkefnastjórn, en fleiri innan NMÍ og utan hafa komið að verkefninu á ýmsum tímum. Dr. Einar Karl Friðriksson hjá Arnason/Faktor annaðist einkaleyfisumsókn sem nú er samþykkt og birt.

Heiti verkefnis: Hryggþrýsti- og hreyfingamælir
Verkefnisstjóri: María Ragnarsdóttir, MTT ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Fjárhæð styrks: 10 millj kr.
Styrkár: 2012
Tilvísunarnúmer Rannís: 120872-0611

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

 

Tækið nýtist þeim fjölmörgu sjúkraþjálfurum sem hafa sérhæft sig í “manual therapy” MT  sem m.a. er notað við bakkvillum, enda er einn stærsti hópur fólks sem leitar til sjúkraþjálfa, fólk með kvilla í baki. Markhóparnir eru því stórir og þekktir, en auk sjúkraþjálfara eru “kiropraktorar” væntanlegir notendur tækisins. Nýlegt kerfisbundið yfirlit ásamt birtum gagnreyndum klínískum leiðbeiningum styðja gagnsemi “manual therapy”. Því má telja víst að þetta meðferðarform verði áfram algengt í sjúkraþjálfun í framtíðinni. Ennþá er þó hvergi að finna “gullinn staðal” fyrir hvorki kraft né færslu við beitingu “manual therapy”. Það er því ljóst að mikil þörf er á handhægu tæki eins og hryggþrýsti- og hreyfimælinum, HÞH til hagsbóta fyrir meðferðarformið og neytendur þess, sjúklingana. Rannsóknir undanfarinna ára hafa ennfremur sýnt að álagseinkenni frá þumalfingrum og úlnliðum eru algeng meðal sjúkraþjálfara sem sérhæfa sig í “manual therapy” og svo alvarleg að margir yfirgefa sérsvið sitt og leita í önnur sérsvið sjúkraþjálfunar eða yfirgefa fagið vegna álagseinkenna. HÞH-tækið ætti því að vera kærkomið þar sem höfundur hugmyndarinnar að baki tækinu hefur frá fyrstu tíð sett “ergonomiska” hönnun sem skilyrði. Starfhæf frumgerð tækisins og tilheyrandi hugbúnaður er nú í prófun hjá íslenskum sérfræðingi í “manual therapy” og verður að öllum líkindum tilbúin til framleiðslu innan fárra mánaða. Viðskipta- og markaðsáætlanir liggja fyrir og vísindarannsóknir eru í farvatninu.

Afrakstur:   

  • Endurbætt frumgerð af tæki og frumgerð
  • Ný hönnun af tæki og rafeindabúnaði
  • Hugbúnaður til vistunar og greiningar
  • Einkaleyfi samþykkt og birt undir númerinu WO 2012/157000 A2.
  • Markaðsgreining og viðskiptáætlun
  • Samningur við kennara í námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ um rannsóknir með tækinu.
  • Lokaritgerð til BSc-prófs í sjúkraþjálfun þar sem áreiðanleiki HÞH-mælisins reyndist mjög góður.
  • Styrkur fékkst frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að ráða nemendur í sjúkraþjálfun í sumarvinnu við að prófa nýja frumgerð og framkvæma vísindarannsókn með tækinu. Ekki tókst að nýta hann í sumar sökum þess hve seint hann var veittur og vegna sumarfrís vísindasiðanefndar. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica