PetroScope í fjórvídd - verkefnislok

5.3.2014

Helsta markmið verkefnisins “Petroscope í fjórvídd” var að þróa mælitækið PETROSCOPE sem nýsköpunarfyrirtækið Petromodel ehf. hefur þróað, svo hægt yrði að bjóða samsett mælitæki til sölu, tæki sem valið er að kalla PETROSCOPE_4D (PetroScope in 4-dimensions).  Markmiðið náðist og fyrsta eintakið fór til Austurríkis og var leigt af  dótturfyrirtæki járbrautanna, ÖBB-Infrastruktur AG til verkefnis sem miðaði m.a. að því að þróa nýtt eftirlitskerfi til nota við framleiðslu og notkun á mulningi undir járnbrautarteina.  Að ósk ÖBB-Infrastruktur AG var Petroscopið sýnt á nýsköpunardegi járnbrautanna í Vín í júní 2012. 

Heiti verkefnis: PetroScope í fjórvídd
Verkefnisstjóri: Þorgeir S. Helgason, Petromodel ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2009-2011
Fjárhæð styrks: 21,4 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: RAN090305-0479

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI

Niðurstöður verkefnisins liggja fyrir í doktorsritgerð og vísindagreinum og skýrslum.  PETROSCOPE_4D greinir stærð og lögun sýnis af möl eða mulningi í þrívídd og jafnframt bergsamsetningu sömu mola sem fjórðu víddina, allt með sjálfvirkum hætti í stað handverksaðferða sem nú tíðkast.  Einkaleyfi fékkst á tækninni á bakvið Petroscope Rússlandi árið 2009 og Bandaríkjunum 2012 og unnið er að umsókn víðar.  Holger Bach jarðtækniverkfræðingur vann doktorsverkefni við Tækniháskólann í Graz í Austurríki sem kostað var af ÖBB á mati á prófunaraðferðum til gæðamats á járnbrautamulningi og forspárgildi aðferðanna og hlaut gráðuna dr.techn. í júlí 2013. Að loknum störfum við Tækniháskólann var dr. Holger Bach ráðinn til starfa hjá Petromodeli ehf., sem starfsmaður fyrirtækisins á Alpasvæðinu og aðliggjandi löndum.

Petro Scope Í Fjórvídd

 Listi yfir hluta af afrakstri verkefnisins “PetroScope í fjórvídd”:

1) Apparatus and method for analysis of size, form and angularity and for compositional analysis of mineral and rock particles. US patent 8233667 B2. Höfundar: Helgason; Thorgeir (Reykjavik, IS), Lee; Jason (Bristol, GB), Smith; Melvyn L. (Bristol, GB), Moeller; Agnar Thomas (Reykjavik, IS), Thorgeirsson; Tryggvi (Reykjavik, IS), Hofer; Vera (Klagenfurt, AT), Pilz; Juergen (Klagenfurt, AT), Benediktsson; Jon Atli (Reykjavik, IS).

2) Mælitækið PETROSCOPE_4D - sjá ljósmyndir og vídeó: http://www.youtube.com/watch?v=eqPCWEIhmoU.

3) Holger Bach. Evaluation of attrition tests for railway ballast. Dissertation June 2013. Dipl.-Ing. Holger Bach. Matrikelnummer: 0031068. Graz University of Technology, Institute for Railway Engineering and Transport Economy. Institut für Eisenbahnwesen an der TU Graz. Juni 2013.

4) Vera Hofer • Holger Bach • Christine Latal • Anna-Christina Neubauer. Impact of Geometric and Petrographic Characteristics on the Variability of LA Test Values for Railway Ballast. Math Geosci DOI 10.1007/s11004-013-9472-3.

5) Bach, H. & Latal, C. 2013, "Attrition Kinetics of the Los Angeles Test", Engineering Geology, vol. p submitted.

6) Hofer, V.; Bach, H.: Statistical monitoring for continuous quality control of railway ballast. Eingereicht August 2012 bei: European Journal of Operations research (EJOR).

7) Geologische Bundesanstalt. Entwicklung von Methoden zur lithologischen Charakterisierung und rohstoffgeologischen Evaluierung von jungen und regenerativen Lockergesteinsvorkommen (Schwemmfächer, Schuttkegel, Talfüllungen) hinsichtlich ihrer Qualität und Nutzbarkeit als Baurohstoffe - „Regenerat“. Methodenentwicklung rohstoffgeologische Evaluierung regenerativer Lockergesteinsvorkommen. Wien, Dezember 2012.

8) ÖBB-Infrastruktur AG. Themenblatt. Petroscope. Juni 2012. Effiziente und berührungslose Qualitätssicherung von Gleisschotter.

9) University of New Hampshire. Petroscope Evaluation. Final Report. Submitted to New Hampshire Department of Transportation. Jo Sias Daniel, Ph.D., P.E. and Justin Lowe Graduate Research Assistant. Department of Civil Engineering, University of New Hampshire. December 2011.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica