Íslenskar basalttrefjar fyrir jarðskjálftaþolna steinsteypu - verkefnislok

5.3.2014

Rannsókn á notkun basalttrefja til styrkingar á steinsteyptum mannvirkjum er lokið.

Rannsóknirnar hafa sýnt að hægt er að nota trefjastangir í stað stálbendingar og trefjamottur til styrkingar eldri mannvirkja og ná fram bættum eiginleikum steinsteyptra mannvirkja, hvort sem heldur er kostnaðarlega, umhverfislega eða gæðalega séð. Ekki verður þó hægt að nota lausar trefjar í steinsteypu án verulegrar vöruþróunar á því sviði.

Heiti verkefnis: Íslenskar basalttrefjar fyrir jarðskjálftaþolna steinsteypu 
Verkefnisstjóri: Þorsteinn Broddason, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2009-2011
Fjárhæð styrks: 24 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: RAN090915-1750

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Verkefnið hefur orðið til þess að nokkur ný verkefni sem tengjast þessu sviði hafa litið dagsins ljós, svo sem þróun á léttum byggingareiningum úr ofursterkri steinsteypu styrktum með basaltbendingu og CNC-prentun á klæðskerasniðnum bendingum fyrir steypt mannvirki og hefur einnig haft áhrif á áframhaldandi vinnu við leitun að fjárfestum og tækni við að koma upp basalttrefjaverksmiðju á Íslandi.

Rannsóknarhópurinn hefur nú þegar sótt um framhald af verkefninu til NordMin vegna rannsókna á sjálfbærri námuvinnslu vegna hráefna fyrir basalttrefjaverksmiðju.

Verkefnið var samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Hátækniseturs Íslands, Háskólans í Reykjavík, Mannvits hf. og Einingaverksmiðjunnar hf.

Verkefnið var styrkt af Tækniþróunarsjóði, Rannsóknasjóði Vegagerðinni og Íbúðalánasjóði. 

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit

Basalt fiber bar Reinforcement of concrete structures
Hannibal Ólafsson og Eyþór Þórhallsson árið 2009

Rannsókn á styrk trefjastanga í steyptum þversniðum
Hannibal Ólafsson
Rannsóknatengt verkefni í mannvirkahönnun við Háskólann í Reykjavík árið 2009

Steinsteyptir bitar – Styrktir með basaltstöngum
Eyrún Gestsdóttir og Hannibal Ólafsson
Rannsóknatengt verkefni í mannvirkjahönnun við Háskólann í Reykjavík styrkt af Nýsköpunarsjóði Námsmanna árið 2009

Prófanir á basaltstöngum og basalttrefjamottum
Eva Lind Ágústsdóttir og Sólrún Lovísa Sveinsdóttir
Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc við Háskólann í Reykjavík árið 2010

Alkali Reactivity of Basalt fibres - Preliminary Report
Dr. Børge Johannes Wigum árið 2010

Basalttrefjar og basaltstangir
Rakel Magnúsdóttir
Rannsóknatengt verkefni í mannvirkjahönnun við Háskólann í Reykjavík árið 2010

Prestressed BFRP tendons in concrete beams
Björgvin Smári Jónsson
Lokaverkefni í byggingarverkfræði MSc við Háskólann í Reykjavík árið 2011

Experimental Research on BFRP Confined Concrete Columns
Arngrímur Konráðsson
Lokaverkefni í byggingarverkfræði MSc við Háskólann í Reykjavík árið 2011

Experimental Research on strenghtening of concrete beams by the use of epoxy adhesive and cement-based beams by the use of epoxy adhesive and cement-based bonding materials
Sólrún Lovísa Sveinsdóttir
Lokaverkefni í byggingarverkfræði MSc við Háskólann í Reykjavík árið 2012

Kynning á Steinsteypudeginum 2013 á Grand Hótel sem haldinn var af Steinsteypufélagi Íslands









Þetta vefsvæði byggir á Eplica