Brand Regard – Íslenskur hugbúnaður á alþjóðamarkað

Verkefni lokið

13.6.2014

Transmit fékk markaðsstyrk um mitt ár 2013 til þess að sækja á breskan markað með vöru sína Brand Regard. 

Transmit fékk markaðsstyrk um mitt ár 2013 til þess að sækja á breskan markað með vöru sína Brand Regard. Því verkefni er nú lokið. Brand Regard gerir fyrirtækjum kleift að tryggja að allir starfsmenn og samstarfsaðilar þeirra hafi auðveldan aðgang að stafrænum markaðsgögnum, líkt og kennimerkjum (lógóum), bæklingum og myndum. Markmið Transmit er að verða leiðandi á sviði hugbúnaðar fyrir umsýslu rafræns markaðsefnis fyrirtækja.

Heiti verkefnis: Brand Regard – Íslenskur hugbúnaður á alþjóðamarkað
Verkefnisstjóri: Agnar Sigmarsson, Brand Regard ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2013
Fjárhæð styrks: 8 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 131864-0611

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKIÞRÓUNARSJÓÐI.

Verkefnið

Markmið markaðsstyrksins var að afla nýrra viðskiptavina í Bretlandi fyrir Brand Regard. Lagt var upp með að komast í samband við stór fyrirtæki sem myndu festa kaup á sérsniðinni lausn á Brand Regard. Fyrirtækið Incite var ráðið til að koma á tengslum við hugsanlega viðskiptavini og bóka fundi.

Niðurstaðan

Á tímabilinu áttu forsvarsmenn Transmit um 80 fundi með mörgum stórum og þekktum fyrirtækjum. Söluherferðin skilaði sér í nýjum viðskiptavinum, en þar að auki á Transmit nú í viðræðum við nokkra aðila um kaup á hugbúnaðinum. Söluferlið til þessara aðila er töluvert lengra, því um er að ræða leiðandi fyrirtæki á sínu sviði. Þessar viðræður munu halda áfram á þessu ári.

Um Transmit:

Transmit ehf. er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki með starfsemi á Íslandi og Englandi. Fyrirtækið var stofnað af Agnari Sigmarssyni og Geir Freyssyni. Vara félagsins, Brand Regard, hlaut silfurverðlaun í einni helstu sprotasamkeppni landsins, Gullegginu. Transmit ehf. er viðurkennt sem nýsköpunarfyrirtæki af Rannís og hlaut frumherjastyrk úr Tækniþróunarsjóði vorið 2009 og útflutningsstyrk frá Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands sama ár. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins keypti rúmlega 30% hlut í fyrirtækinu undir lok ársins 2010.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica