Forensic Image Identifier and Analyzer

Eurostars-verkefni lokið

2.7.2014

Forensic Image Identifier and Analyzer-verkefnið (FIIA) var fjármagnað árin 2011-2013 í EU Eurostars!-áætluninni. Videntifier Technologies ehf. á Íslandi er stærsti þátttakandi verkefnisins, ásamt Forensic Pathways Ltd. í Bretlandi og INRIA-rannsóknarháskólinn í Frakklandi.

Í FIIA-verkefninu fólust framhaldsrannsóknir og þróun á myndgreiningartækni þátttakenda. Í kjölfarið náðust sölu- og þjónustusamningar um stóra hugbúnaðarhluta til INTERPOL og National Center for Missing and Exploited Children (NCMEC) í Bandaríkjunum. Samningarnir eru að heildarandvirði nærri 200 milljónir króna, og veita lögreglu í yfir 130 löndum aðgang að tækninni. FIIA-tæknin nýtist aðilum eins og INTERPOL og NCMEC mjög vel við rannsóknir á kynferðislegri misnotkun barna. Tæknin sparar tíma og getur rakið saman sönnunargögn sjálfvirkt. Þá hjálpar tæknin einnig til við að rekja saman efni sem finnst jafnvel í mismunandi löndum á mismunandi tíma, og hjálpar þannig til við að leysa barnamisnotkunarmál ofan í grunninn og að fórnarlömbum sé bjargað. 

Heiti verkefnis: Forensic Image Identifier and Analyzer
Verkefnisstjóri: Herwig Lejsek, Videntifier Technologies ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur (Eurostars)
Styrkár: 2011-2013
Fjárhæð styrks: 34,5 millj kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 11-1053
 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

FIIA-verkefnið var valið Eurostars! Success Story af Eureka! Secretariat. Þá hefur verkefnið nýst mjög vel í vexti og alþjóðlegri markaðssetningu á hátækniþjónustu félaganna, og einnig við að laða að frekari fjárfestingu í Videntifier, um 2 milljóna bandaríkjadala nýverið. Grundvallartækni Videntifier Technologies er myndgreining á mjög stórum skala fyrir ljósmyndir og vídeó. Í FIIA-verkefninu var unnið að stækkun gagnagrunnsins, og afurð þeirrar vinnu var að gagnagrunnstæknin ræður nú við 30 milljarða myndfingrafara (um 150 milljón kyrrmyndir eða 350 þúsund klukkustunda af vídeóefni). Þetta er fáheyrð gagnagrunnsstærð í myndgreiningargeiranum, og er tæknin mjög sterk á alþjóðlegan mælikvarða. Innan verkefnisins er einnig þróuð geta kerfisins til að bera saman kyrrmyndir við aðrar kyrrmyndir, og einnig kyrrmyndir við vídeó, en kerfið hafði áður aðeins unnið með hreyfimyndir. 

Að auki þróaði IRISA hraðvirka og nákvæma logogreiningartækni fyrir hreyfimyndir. Samhliða þessu var myndavélargreiningartækni Forensic Pathways Ltd. þróuð úr frumgerð í fullbúna tækni, en sú tækni getur rakið saman myndefni eftir því á hvaða myndavél það var tekið. Sú tækni var notuð sem sönnunargögn fyrir rétti í fyrsta sinn nú í júní 2014, í barnamisnotkunarmáli fyrir breskum dómstólum. Fyrir utan lögreglumarkaðinn eru fyrirtækin sem tóku þátt í verkefninu líka mjög vel búin tækni til að fara inn á aðra markaði, svo sem birtingar- og birgðagreiningu í mjög stórum alþjóðlegum lagergagnagrunnum, eins og má sjá á tilraunaverkefni Videntifier með Mercateo AG og fleiri aðilum. 

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit.

 • Videntifier database (can currently identify more than 320.000 hours of video material)
 • Videntifier application interface (interface for easy integration into existing systems such as NCMEC CRIS)
 • Videntifier Forensic 5.0 Interface - SaaS solution for small police units
 • VUI Videntifier User Interface, graphical component displaying image and video matches in exact detail

Customers:

1.       Interpol

2.       US National Center of Missing and Exploited Children

Publications:

 • Silas Luttenberger: Prototypic implementation of a web service for video identification based on Videntifier techniquess. Brandenburg University of Applied Sciences. Master Thesis
 • Herwig Lejsek, Björn Þór Jónsson, Laurent Amsaleg: NV-Tree: nearest neighbors at the billion scale. In In ACM International Conference on Multimedia Retrieval, ICMR, 2011: 54
 • EUREKA success story: Forensics technology helps INTERPOL to fight child exploitation
 • (http://www.eurekanetwork.org/showsuccessstory?p_r_p_564233524_articleId=2005175&p_r_p_564233524_groupId=10137)
 • Ciara Byrne: How Video Forensics Are Changing The Way Cops Find Criminals. Fast Company Magazine
 • (http://www.fastcolabs.com/3013653/open-company/how-video-forensics-are-changing-the-way-cops-find-criminals)
 • Viðskiptablaðið, March 2013: Interpol er stærsti viðskiptavinurinn (http://www.vb.is/frettir/81766)

Þetta vefsvæði byggir á Eplica