Tamiko

Verkefni lokið

11.7.2014

Tamiko er íslenskt vörumerki sem var stofnað fyrir fyrirbura og ungabörn á nýburagjörgæslum.

Sérhæfður fatnaður á fyrirbura og ungabörn sem dvelja á nýburagjörgæslum
Fötin komu fyrst á markað 2013 og hafa fengið mikið lof fyrirburaforeldra, hjúkrunarfræðinga og fjölmiðla.
Hver flík er hönnuð sérstaklega fyrir þessi litlu börn sem þurfa að byrja fyrstu daga og vikur lífs síns á nýburagjörgæslu. 

Heiti verkefnis: Tamiko
Verkefnisstjóri: Berglind Baldursdóttir, Sigurást ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2013
Fjárhæð styrks: 3,507 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 131825-061 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

Hefðbundinn fyrirburafatnaður er einungis smækkuð mynd af ungbarnafatnaði, en það hentar ekki fyrirburum sem fæðast nánast án líkamsfitu. Þar að auki eru fyrirburar tengdir með alls kyns snúrum og slöngum við tæki sem gera þarf ráð fyrir þegar fatnaðurinn er hannaður. Sú aðferð sem er notuð við það hér er einkaleyfishæf. Hægt er að opna flíkurnar að framan eða á hlið svo það er auðvelt að klæða börnin í og úr án þess að hreyfa þau mikið eða aftengja slöngur og snúrur.
Starfsfólk á nýburagjörgæslum hefur staðfest að þessi fatnaður muni auðvelda þeim að annast fyrirburana.
Ný fatalína kemur á markað í haust, með fleiri stærðum og fötum úr lífrænum efnum.

Á heimasíðunni okkar www.fyrirburar.net er hægt að fá nánari upplýsingar um sölustaði og fylgjast með nýjum vörum sem eru væntanlegar. Þar eru líka ýmsar upplýsingar fyrir fyrirburaforeldra og fyrir & eftir myndir af fyrirburum.
Erlendis fer salan að mestu fram gegnum Amazon (Bandaríkin og Evrópa).

Tamiko fékk styrk frá Tækniþróunarsjóði fyrir markaðssetningu erlendis. Styrkurinn gerir fyrirtækinu kleift að taka fyrstu skrefin erlendis, sem er þátttaka í 2 vörusýningum á árinu.

Styrkur sem þessi er ómetanlegur stuðningur fyrir ný vörumerki sem eru að festa sig í sessi.

Afrakstur verkefnisins verður nýttur sem viðmið fyrir næstu verkefni og þróun á nýjum vörutegundum.

Afrakstur:

1.        Vörusýningar: Bubble London í Bretlandi og ABC Kids í Bandaríkjunum.

2.        Vöruþróun á böngsum, bleyjum og nýjum fatnaði.

3.        Helsta erlenda umfjöllun:

4.        American Baby, Bandaríkin (10 milljón lesendur)

5.        Pregnancy Magazine, Bretland

6.        Babyworld, Bretland









Þetta vefsvæði byggir á Eplica