Markaðsherferð AGR Lausna í Danmörku og Svíþjóð

Verkefni lokið

11.7.2014

Markmið verkefnisins var að setja saman markaðsherferð til að auka sölur á lausnum AGR í Danmörku, Svíþjóð og öðrum löndum. 

AGR hefur náð góðum árangri við markaðssetningu lausna sinna í Bretlandi og byggir þetta verkefni meðal annars á því að nýta þekkingu og reynslu AGR af markaðssetningu hugbúnaðar í Bretlandi til að ná sambærilegum árangri í Danmörku og Svíþjóð.

Heiti verkefnis: Markaðsherferð AGR Lausna í Danmörku og Svíþjóð
Verkefnisstjóri: 
Finnur Tjörvi Bragason, AGR ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2013
Fjárhæð styrks: 5 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 131868

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Góður árangur hefur náðst á tímabilinu og gott samband myndast við nokkra helstu endursöluaðila á Norðurlöndum. Þýðingar hafa verið unnar á kerfum og markaðsefni AGR ásamt framleiðslu markaðsefnis og birtingum. Náðst hefur að skapa góð tengsl við endursöluaðila á markaðnum sem hefur þegar skilað sér í sölu lausna á Norðurlöndum.

AGR mun nýta sér þann grunn sem hefur náðst út frá þessu verkefni go halda áfram öflugu markaðsstarfi á Norðurlöndum. Ráðinn hefur verið danskur sölustjóri fyrir Norðurlönd og mun hann vinna áfram að tengslamyndun við endursöluaðila og sölustuðningi ásamt áframhaldandi markaðssetningu AGR lausna á Norðurlöndum. 

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit.

 

  1. Birtingar
    1. Google adwords auglýsingar hafa verið keyrðar á tímabilinu
    2. Auglýsingar hafa birst í fréttabréfum endursöluaðila
    3. Beinar auglýsingar til viðskiptavina í samvinnu við endursöluaðila

                             i.      Webinar kynningar á lausnum AGR

  1. Samningur um birtingaáætlun hjá DILF út árið 2014
  2. Ráðstefnur
    1. Þátttaka á Convergence Europe í Nóvember 2013
    2. Ráðstefna haldin í Hörpunni í Maí 2014
    3. Þátttaka á DILF ráðstefnu um inventory management Sept 2014
    4. Þátttaka á DILF ráðstefnu um supply chain planning Nóv 2014
  3. Markaðsefni
    1. Framleiðsla á bæklingi um vöruframboð AGR
    2. Gerð viðskiptavinasögu (Case study) frá BoConsept og Rosendahl
    3. Þýðing á heimasíðu AGR yfir á dönsku
    4. Framleiðsla á ráðstefnuborða
  4. Annað
    1. Reglulegar heimsóknir til endursöluaðila
    2. Sölufundir með væntanlegum viðskiptavinum
    3. Ráðning á dönskum sölustjóra fyrir Norðurlönd, staðsettur í Danmörku









Þetta vefsvæði byggir á Eplica