Vistvæn aðferð við framleiðslu á ískrapa

Verkefni lokið - fréttatilkynning verkefnisstjóra

18.8.2014

Í verkefninu voru þróaðar umhverfisvænar vélar og búnaður til þess að minnka sóun í veiðum, vinnslu og matvælaframleiðslu.

Verkefnið "Vistvæn framleiðsla á ískrapa" hefur þegar skilað miklum fjárhagslegum og markaðslegum ávinningi fyrir ThorIce og hefur staðsett fyrirtækið sem leiðandi í þróun og sölu á búnaði til stýrðrar og hraðrar kælingar áf fiski og kjúklingi. Vistvænar ískrapavélar félagsins og stýringar eru "state of the art" og nýir markaðir og ný not hafa opnast fyrir ískrapavélar og þann búnað sem ThorIce ehf. og samstarfsfyrirtækin Tekla ehf. og DED ApS í Danmörku hafa staðið að.  

Heiti verkefnis: Vistvæn aðferð við framleiðslu á ískrapa
Verkefnisstjóri: Þorsteinn Ingi Víglundsson, ThorIce ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2009-2011
Fjárhæð styrks: 25 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: RAN090305-0483

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þróaðar hafa verið umhverfisvænar vélar og búnaður til þess að minnka sóun í veiðum, vinnslu og matvælaframleiðslu, með því að lengja endingu á þeirri verðmætu auðlind sem fiskur er, auk þess sem vélarnar eru seldar til þess að hreinsa vatn sem notað er við landbúnað og matvælaframleiðslu.
Fyrirtækið hefur skapað sér skýra framtíðarsýn þar sem umhverfismál og minnkuð sóun á verðmætum auðlindum náttúrunnar er í fyrst sæti.
Styrkur Tækniþróunarsjóðs er forsenda þess að þetta hefur verið hægt, í útfærslu á tæki sem hentar markaðinum og við mótun á framtíðarsýn fyrirtækisins.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica