Vatnsþjálfi fyrir stór hestakyn og rannsókn á vöðvavirknisáhrifum við vatnsþjálfun

Verkefni lokið - fréttatilkynning verkefnisstjóra

20.8.2014

Í verkefninu var áhersla lögð á framúrskarandi gæði, tæknilegar útfærslur og að koma upp yfirgripsmikilli þekkingu á vöðvaþjálfun hesta í vatni.

Aqua Icelander vatnsþjálfi – alþjóðleg markaðssókn

Sú rannsóknarvinna í vöðvavirkniáhrifum í vatnsþjálfun sem unnin var með styrk Tækniþróunarsjóðs hefur skapað Formax sérstöðu á markaði í nálgun á þjálfun kynbóta-, keppnis- og sporthesta almennt í vatnsþjálfa. Það hefur verið markmið fyrirtækisins að ná forskoti á þessum nýja vettvangi sem fyrirtækið sótti inn á fyrir sex árum. Áhersla var lögð á framúrskarandi gæði, tæknilegar útfærslur og að koma upp yfirgripsmikilli þekkingu á vöðvaþjálfun hesta í vatni.

Þá var farið í þróun á vatnsþjálfa fyrir stærri hestakyn þ.e.a.s. aðra hesta en þá íslensku.

Heiti verkefnis: Vatnsþjálfi fyrir stór hestakyn og rannsókn á vöðvavirknisáhrifum við vatnsþjálfun
Verkefnisstjóri: Bjarni Sigurðsson, Formax-Paralamp ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2012
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 121516-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Styrkur til rannsókna og þróunar á vatnsþjálfanum frá Tækniþróunarsjóði var gríðarlega mikilvægur og hefur stutt við markaðssetningu og flýtt fyrir útbreiðslu vörunnar.

Við erum nú í 9 löndum í þremur heimsálfum og útlit fyrir mikla aukningu og útbreiðslu á næstu árum.

Hestamennska er stóriðja og frístundaiðja sem á sér ríka menningarlega hefð t.d. á meginlandi Evrópu, Bretlandseyjum, Mið-Austurlöndum, Suður-Ameríku og í Bandaríkjunum. Það eru yfir 250 hestakyn í heiminum og iðkendur eru oftar en ekki ástríðufullir, enda ekki hægt að vera í hestamennsku nema leggja bæði tíma og þolinmótt fjármagn að mörkum. Iðkendur eru oftar en ekki vel stæðir fjárhagslega og tilbúnir að fjárfesta í hágæða vöru með góða endingu og gagnlegum leiðbeiningum.

Hrifning og notkun á hestum á sér rætur frá því mörg hundruð árum fyrir Krist hjá öllum helstu þjóðfélögum sem við þekkjum í mannkynssögunni. Þar af leiðandi eru ekki miklar líkur á því að hestaþjálfun og hestasport líði undir lok á næstu 10-20 árum.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica