Gönguhermir

Verkefni lokið - fréttatilkynning verkefnisstjóra

9.9.2014

Þróunarfélagið Stika þróaði gönguherminn í samstarfi við Samey ehf. og er tækið nú tilbúið til frekari prófana, rannsókna og undirbúnings markaðssóknar og fjöldaframleiðslu.

Þróunarfélagið Stika hefur lokið öðrum áfanga í hönnun og prófunum gönguhermis fyrir börn með hreyfihamlanir til notkunar heima og í leikskóla/skóla.

Gönguhermir á að koma í staðinn fyrir standgrindur sem eru notaðar fyrir börn sem geta ekki staðið sjálf. Börnin fá stuðning til að ganga. Hægt er að laga hreyfinguna að hvaða einstaklingi sem er. 

Heiti verkefnis: Gönguhermir
Verkefnisstjóri: Haraldur Haukur Þorkelsson, Þróunarfélaginu Stiku / Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2012
Fjárhæð styrks: 5 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 121507-061
 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

Tilgátan er sú að tæki sem leyfir þungaburð sem kemur og fer (er ekki stöðugur) auki beinþéttni meira en hefðbundin standgrind. Einnig er hugsanlegt að tæki sem hreyfir (eða hjálpar að hreyfa) neðri útlimi geti betur unnið á móti þróun á skekkjum og bætt hreyfistjórn.

Þróunarfélagið Stika þróaði tækið í samstarfi við Samey ehf. og er tækið nú tilbúið til frekari prófana, rannsókna og undirbúnings markaðssóknar og fjöldaframleiðslu.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica