WhenGone - Ævi

Verkefni lokið - fréttatilkynning verkefnisstjóra

12.9.2014

Með Ævi geta notendur á einfaldan og aðgengilegan hátt tekið upp helstu atriði úr sögu sinni og tryggt að sagan verði varðveitt fyrir komandi kynslóðir.

Haustið 2012 höfðum við nýlokið við að taka þátt í verkefninu Startup Reykjavík og sóttum um frumherjastyrk úr Tækniþróunarsjóði til þess að þróa áfram og gefa út vöruna WhenGone sem í dag heitir Ævi – www.aevi.is Styrkurinn fékkst og hefur hann verið vel nýttur til þess að þróa þessa einstöku vöru og var kerfið gefið út hér á landi í lok febrúar á þessu ári. Góðar viðtökur hafa verið við vörunni og mikill lærdómur fengist um hvernig standa skuli að áframhaldandi þróun vörunni og er nú unnið að því að koma vörunni á alþjóðamarkað. 

Heiti verkefnis: WhenGone - Ævi
Verkefnisstjóri: Sveinn Kristjánsson, Ævi ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2012-2013
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 121524-061
 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

Afrakstur verkefnisins

Verkefnið hefur gengið vel og er nú verið að undirbúa miklar breytingar á vörunni og opnun hennar í Bandaríkjunum um miðjan september. Þá verður verkefnið fulltrúi Íslands með kynningu á TechCrunch Disrupt ráðstefnunni í San Francisco sem er ein stærsta ráðstefna sinnar tegundar í heiminum.

Á heimasíðunni okkar www.aevi.is má nálgast ýmsar upplýsingar um verkefnið og einnig sjá vöruna, prófa hana og reyna. Á facebook síðunni okkar má einnig nálgast ýmsan skemmtilegan fróðleik:
https://www.facebook.com/AEvispor. 

Að lokum þá hefur verið mikil fjölmiðla umfjöllun um verkefnið á árinu og má hér sjá linka í helstu fréttir:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica