Markaðssetning á Norðurlöndunum - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

22.10.2014

Verkefnið fólst í því að markaðssetja Siglu á Norðurlöndum en Sigla er nýjung á sviði greiningar á heilabilun.

Verkefnið fólst í því að markaðssetja Siglu á Norðurlöndum.  Sigla er nýjung á sviði greiningar á heilabilun. Heilaritstæknin er aldargömul, en aðferðin við úrlestur heilaritsgagna og tilgangur úrlestursins er nýjung. Heilarit er almennt ekki notað í dag við greiningu á heilabilun, en aðferðin er einföld, ódýr og óþægindalaus fyrir sjúkling. Sigla er einnig nýjung þegar kemur að mati á vitsmunaskerðingu (cognitive impairment) og þar með mati á framgangi sjúkdóms og árangri meðferðar. 

Heiti verkefnis: Markaðssetning á Norðurlöndunum
Verkefnisstjóri: Ásta Björk Matthíasdóttir, Mentis Cura ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2013
Fjárhæð styrks: 8 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 132003-0611 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

Í lok maí kynntu helstu sérfræðingar í öldrunarlækningum á Norðurlöndum fyrstu niðurstöður úr rannsókn sem framkvæmd var á vegum NIDD (Nordic network In Dementia Diagnostics) á NKG (Nordic Congress of Gerontology) ráðstefnunni í Gautaborg. Sigla var hluti af þeirri rannsókn og niðurstöður lofa góðu fyrir vöruna.   Formlegar niðurstöður verða birtar í byrjun næsta árs.

Niðurstaða NIDD-hópsins var að nákvæmni Siglu til að greina á milli mismunandi tegunda heilabilunar væri góð (nákvæmni yfir 80%) og í mörgum tilfellum afbragðsgóð (nákvæmni yfir 90%).  Slíkar niðurstöður ættu að leiða til þess að heilsugæslulæknar nýti sér Siglu sem skimunartæki til að ákvarða hvort fólk sem kemur til þeirra vegna breytinga á minni eigi að vísa áfram til sérfræðings á  minnismóttöku. 

Séu niðurstöður NIDD-hópsins teknar saman voru þær með besta móti og staðfesta klínískt notagildi Siglu við greiningu heilabilunar og  ættu að stytta okkur leiðina inn á Scandinavíumarkaðinn, að vísu erum við háð þeim vinnuhraða sem NIDD-hópurinn hefur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica