Responsible Surfing- umbunakerfi: Markaðssetning - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

23.10.2014

Famlry hefur þá eiginleika að börn sjá sér hag í því að velja sér verkefni hvort sem um framlag til heimilisins, aukna hreyfingu eða félagsleg samskipti við vini í leik og starfi er að ræða.

Famlry er fjölskylduhugbúnaður sem þróaður var af Responsible Surfing ehf. Hugbúnaðnum er meðal annars ætlað að auka hreyfing/útiveru, draga úr ofnotkun á internetinu og auka jákvæða skilvirkni í skipulagi fjölskyldna.

Heiti verkefnis: Responsible Surfing- umbunakerfi: Markaðssetning - Famlry:  Responsible Surfing Reward System
Verkefnisstjóri: Björn Harðarson, Responsilble Surfing ehf.
Styrktegund: Markaðsstyrkur
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Styrkár: 2013
Tilvísunarnúmer Rannís: 131699-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Í kerfinu er umbunakerfi sem byggir á þekktum aðferðum jákvæðrar styrkingar í atferlismótun. Lögð er áhersla á að börn séu með markmið og geti öðlast umbun (verðlaun) eftir ýmsum leiðum, t.d. með útiveru, hreyfingu og heimanámi.

Dagatal barna eykur yfirsýn yfir skóla, frístundir o.fl. í lífi þeirra og gefur foreldrum og börnum aukna möguleika á að skipuleggja æ flóknara líf barnanna auk þess geta aðrir forráðamenn tekið þátt í því skipulagi.

Famlry hefur þá eiginleika að börn sjá sér hag í því að velja sér verkefni hvort sem um framlag til heimilisins eða aukna hreyfingu er að ræða eða félagsleg samskipti við vini í leik og starfi með því að öðlast ákveðna umbun innan Famlry umhverfisins.

Með Famlry er tölvunotkun “stýrt” á jákvæðan hátt með hvatningu og umbunað er fyrir jákvæða hegðun með viðurkenndum aðferðum sem bera árangur í hegðunarmótun barna. Auk þess er hægt að auka hreyfingu barna (forðast offitu barna), draga úr hegðunarvandamálum og auka samvinnu og samveru á heimili

Famlry hefur verið markaðssettur á netinu sem hugbúnaður til að auka skilvirkni fjölskyldna, auka jafnvægi hreyfingar og tölvunotkunar og við atferlismótun barna með hegðunarvanda.

Famlry hugbúnaðinn má nálgast á vef hugbúnaðarins http://www.familry.com/þar sem hægt er að fræðast um notkun hans og skrá fjölskyldumeðlimi sem notendur

Famlry er líka hægt að finna á Facebook auk Twitter og Google +.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica