Amivox OTA - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

30.10.2014

Fyrirtækið Amivox hefur lokið við að þróa nýja gerð af OTA-kerfi sem er þróað og byggt upp netlægt og getur unnið frá netskýi. 

Verkefnið Amivox OTA eða AmiOTA byrjaði haustið 2012 og hefur staðið yfir í tvö ár. Fyrirtækið Amivox ehf. hefur um nokkurra ára skeið unnið að því að að þróa lausnir sem tengjast fjarskiptum og farsímakerfum. Amivox þjónar í dag yfir 50.000 viðskiptavinum um allan heim, bæði einstaklingum og fyrirtækjum. 

Heiti verkefnis: Amivox OTA
Verkefnisstjóri: Birkir Mateinsson, Amivox ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2012-2013
Fjárhæð styrks: 20 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 121028-061
 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

SIM OTA-kerfi telst til eins af grunnkerfum farsímaneta. SIM OTA-kerfi vinna með upplýsingar sem liggja „djúpt“ inní grunnkerfum hjá farsímafyrirtækjum. Hefðbundin OTA-kerfi eru dýr og hafa hingað til nánast eingöngu verið í eigu stærri farsímafyrirtækja.

Amivox hefur lokið við að þróa nýja gerð af OTA-kerfi sem nefnist AmiOTA. Kerfið er þróað og byggt upp netlægt og getur unnið frá netskýi. AmiOTA er mun léttara í aðlögun og sveigjanlegra en hefðbundin OTA-kerfi. Kerfið er mun ódýrara í rekstri og hentar vel fyrir öll minni og meðalstór farsímafyrirtæki. Kerfið hentar líka sérstaklega vel fyrir sýndarfarsímafyrirtæki (MVNO) sem vilja halda sjálfstæði frá hýsingar farsímafyrirtæki.

AmiOTA styður margar kortagerðir og auðveldar farsímafyrirtækjum að kaupa ódýrari kort án þess að þurfa að leggja út í aukakostnað sem tengist uppfærslu á eldri OTA kerfum.

Amivox selur AmiOTA sem áskrift, sem hýst kerfi eða sem sér einingu, allt eftir því hvaða stefna og umhverfi hentar viðskiptavini best.

AmiOTA er grunnur fyrir nýja AmiNet-þjónustu frá Amivox sem líta mun dagsins ljós árið 2015.

Amivox vill þakka Tækniþróunarsjóði fyrir veittan stuðning.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica