Framleiðsla á kítíntvísykrum - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

31.10.2014

Matís ohf. í samvinnu við IceProtein ehf á Sauðárkróki hefur þróað framleiðsluferil fyrir glúkósamíntvísykrur fyrir markað fæðubótarefna.

Glukósamin (kítíneinsykrur) hafa lengi verið vinsæl fæðubótarefni enda hafa rannsóknir sýnt fram á jákvæð áhrif á slitgigt með linun sársauka. Sérstaða framleiðsluferilsins og nýnæmi er fólgin í því að framleiða kítín-niðurbrotsafurð af afmarkaðri stærð, þ.e. tvísykru með öflugum lífhvötum sem eiga uppruna sinn í íslensku lífríki. Slík afurð getur leyst viðkomandi einsykru, N-acetylglucosamin og glúkósamín, af hólmi á markaði fæðubótarefna. Tvísykran hefur sömu eiginleika og einsykran en er ekki skilgreind sem lyf og því er hægt að selja tvísykruna á markaði fæðubótarefna, sem opnar ótalmörg tækifæri fyrir afurðina.

Heiti verkefnis: Framleiðsla á kítíntvísykrum
Verkefnisstjóri. Guðmundur Óli Hreggviðsson, Matís ohf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2010-2011
Fjárhæð styrks: 16 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 101217

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Afrakstur verkefnisins:

  • Hámarkaður vinnsluferill kítíntvísykra. Umhverfisvæn framleiðsla sem byggir á notkun íslenskra lífhvata og grænni orku. Unnt að hefja stórframleiðslu tvísykra með stuttum fyrirvara
  • Dýrmæt lífvirk efni, kítíntvísykrur, fyrir markað fæðubótaefna, hér á landi og erlendis
  • Lífhvatar úr íslenskri náttúru, fyrir skilvirka vinnslu á kítín-fæðubótarefnum
  • Tilraunaskýrslur/afrakstursskýrslur 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica