Þróun og vinnsla andoxunarefna úr bóluþangi - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

12.11.2014

Lokið er verkefninu „Þróun og vinnsla andoxunarefna úr bóluþangi“ sem hófst árið 2011, styrkt af Tækniþróunarsjóði og unnið í samstarfi við Matís, Nýland Biotech og OCL.

Markmið verkefnisins var að þróa aðferðir og ferla til að framleiða nýjar öflugar náttúrulegar andoxunarafurðir úr íslensku bóluþangi sem útflutningsvörur fyrir matvælaiðnaðinn. Í verkefninu var þróaður vinnsluferill og tækni til að draga út og framleiða á umhverfisvænan hátt ný náttúruleg andoxunarefni úr íslensku bóluþangi til notkunar í matvæli, snyrtivörur og fæðubótarefni. 

Heiti verkefnis: Þróun og vinnsla andoxunarefna úr bóluþangi
Verkefnisstjóri: Hörður G. Kristinsson, Marinox ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2011-2012
Fjárhæð styrks: 15,03 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 110356-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Andoxunarefnin sem voru þróuð í verkefninu eru afar rík af öflugum s.k. flórótannín fjölfenólum og höfðu jákvæð áhrif á gæði og geymsluþol ýmissa afurða. Nota má þessar afurðir sem náttúruleg andoxunarefni til að auka gæði og lengja geymsluþol mismunandi matvæla. Marinox hefur nú hafið framleiðslu á MarinoxTM Fucus vesiculosus extract til notkunar í ýmsar afurðir og nú er unnið að markaðssetningu MarinoxTM extract til notkunar í matvæli og fæðubótarefni. Á vormánuðum 2014 hófst undirbúningur markaðsstarfs á MarinoxTM extract þegar aðilar frá Marinox sóttu hina árlega Vitafoods-ráðstefnu í Sviss (http://www.vitafoods.eu.com/). Útbúinn hefur verið bæklingur um vöruna auk notkunarleiðbeininga (e. Application notes). Þessar upplýsingar auk nánari upplýsinga um fyrirtækið má finna á heimasíðu Marinox, www.marinox.is.

Afrakstur:

  1. Framvinduskýrslur og tæknileg lokaskýrsla til TÞS: Development and production of natural antioxidants from Icelandic Fucus vesiculosus
  2. Uppskalaður vinnsluferill á náttúrulegum andoxunarefnum úr bóluþangi
  3. Markaðsrannsókn á lífvirkum efnum
  4. MarinoxTM Fucus vesiculosus extract - Marinox kynningarbæklingur
  5. MarinoxTM Fucus vesiculosus extract – Application notes
  6. MarinoxTM Fucus vesiculosus extract – Technical Data Sheet
  7. MarinoxTM Fucus vesiculosus extract – Material Safety Sheet
  8. Kynningarefni á heimasíðu Marinox, www.mainox.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica