Markaðssetning íslenska hugbúnaðarins CoreData til fyrirtækja og stofnana - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

1.12.2014

Hugbúnaðurinn er öflugt upplýsinga- og verkefnastjórnunarkerfi sem styður og hvetur til hópavinnu, bæði innan fyrirtækja og með öruggum hætti við ytri aðila.

Azazo hf. (Gagnavarslan) hefur hafið útflutning á hugbúnaði sínum, CoreData,  sem er hugbúnaður til að ná fram auknu hagræði í starfsemi fyrirtækja.  Hugbúnaðurinn er öflugt upplýsinga- og verkefnastjórnunarkerfi sem styður og hvetur til hópavinnu, bæði innan fyrirtækja og með öruggum hætti við ytri aðila.

Heiti verkefnis: Markaðssetning íslenska hugbúnaðarins CoreData til fyrirtækja og stofnana erlendis
Verkefnisstjóri: Þorvaldur Þorsteinsson, Azazo hf. (Gagnavarslan) áður Símon Þorleifsson
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2013
Fjárhæð styrks: 8 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 132194-0611

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Coredata-hugbúnaðurinn samanstendur af fjórum megin lausnum sem gagnast fyrirtækjum með mismunandi hætti.  Þessar lausnir eru Coredata ECM, CoreData Boardmeeting, CoreData Virtual Dataroom og CoreData Claim.  Mikil áhersla var lögð á öryggi við hönnun hugbúnaðarins.  Kjarninn í hugbúnaðinum er CoreData ECM sem heldur utan um verkefni eða mál og öll skjöl og viðskiptavini þeim tengd.  Kerfið heldur einnig utan um samskiptasögu, samninga, verkbeiðnir, fundargerðir, tölvupósta og fleira á einum stað.  Áhersla er lögð á notendavænt og lipurt viðmót og tengjast notendur kerfinu á öruggan hátt yfir vefinn.  Hugbúnaðurinn virkar einnig á spjaldtölvum og snjallsímum.

Azazo hf. (Gagnavarslan) hefur notið stuðnings frá Tækniþróunarsjóði til að hefja sókn á erlenda markaði. Ljóst er að án aðkomu sjóðsins hefði markaðsstarfið verið erfiðara. Góð viðbrögð hafa verið við hugbúnaðinum og hafa fyrstu sölur þegar farið fram auk þess sem mikilvægt samstarf hefur komist á við erlend fyrirtæki.

Azazo hf. (Gagnavarslan) var stofnað í nóvember 2007 og hóf fljótlega þróun á hugbúnaði sínum.  Starfsmenn eru nú 46 talsins.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica