Þrívíddarvinnsla - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

30.12.2014

Engar lausnir voru til sem hentuðu framleiðsluferli CAOZ við gerð teiknimynda. Þurfti fyrirtækið því að þróa hugbúnað til þess.

Stuðningur Tækniþróunarsjóðs við CAOZ til þróunar á hugbúnaði og ferlum við gerð þrívíddar (stereoscopic) myndefnis var félaginu mjög mikilvægur.
Gerð ´sterioscopic´myndefnis krefst þess að framkallaðar séu tvær myndir fyrir sitt hvort augað með sérstakri hliðrun og víxlun sem skapar þrívíddaráhrif. Fyrir vikið gerir það að verkum að hefðbundnar aðferðir við framleiðslu myndefnis duga ekki til þar sem óeðlileg frávik skapast milli mynda sem valda óþægindum og gerir jafnvel myndefnið óbærilegt áhorfs.

Heiti verkefnis: Þrívíddarvinnsla
Verkefnisstjóri: Arnar Gunnarsson, CAOZ ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2010-2011
Fjárhæð styrks: 18 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 100610023

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Engar lausnir voru til sem hentuðu framleiðsluferli CAOZ við gerð teiknimynda. Þurfti því að þróa hugbúnað sem gat aðlagað myndefnið, hliðranir og víxlanir ásamt því að framkalla myndefnið samtímis án þess að það yrði sameinað. Að auki var þróaður búnaður sem fært gat tilheyrandi hráefni mynda milli mismunandi kerfa til aðlögunar án þess að glata einkennum sínum á öllum stigum framleiðslu.
Ekki þurfti að fórna neinum gæðum, í raun jukust gæði mynda án þess að valda óeðlilegum töfum á framleiðsluferlinu.
Hefur stuðningur Tækniþróunarsjóðs við CAOZ gert það að verkum að hægt var að framleiða mynd eins og Hetjur Valhallar – Þór ásamt því að vera grunnur framleiðsluferlis CAOZ í núverandi og framtíðar framleiðslum.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica