Markaðssetning og endurgreiðslulyklar - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

12.2.2015

Kerecis (www.kerecis.com) er lækningavörufyrirtæki sem framleiðir og markaðssetur stoðefni til sárameðhöndlunar og vefjaviðgerðar.

 Stoðefni félagsins eru affrumað fiskiroð sem markaðssett eru undir vörumerkinu Kerecis Omega3. Kerecis Omega3-tæknin stuðlar að endurvexti á sköðuðum vef og hefur burði til að kollvarpa vinnulagi við sára- og vefjaviðgerð um heim allan. Félagið framleiðir einnig húðmeðhöndlunarvörur sem innihalda Omega3-fitusýrur og markaðssettar eru undir vörumerkinu Kerecis mOmega3.

Heiti verkefnis: Markaðssetning og endurgreiðslulyklar
Verkefnisstjóri: Dóra Hlín Gísladóttir, Kerecis ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2013
Fjárhæð styrks: 12,5 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 131809-061

VERKEFNI VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Tækni Kerecis er varin með einkaleyfum á meginmarkaðssvæðum félagsins. Markaðsleyfi liggja fyrir í nokkrum löndum sem og skráning á vörunni í endurgreiðslukerfum tryggingafélaga og stofnanna.

Stuðningur Tækniþróunarsjóðs á verkárinu 2013/2014 gerði félaginu kleift að framkvæma tvær stórar klínískar prófanir sem sýna fram á virkni og öryggi vörunnar. Prófanirnar voru undanfari markaðssetningar í Bandaríkjunum og öðrum landssvæðum svo sem Þýskalandi, Bretlandi, Tyrklandi, Kuwait og Indlandi.

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit.

Niðurstöður rannsóknanna hafa verið gefnar út á veggspjöldum sem birt hafa verið á SAWC, Wounds UK og EWMA.

Unnið er að birtingu greina í ritrýndum tímaritum og hefur ein grein þegar verið samþykkt til birtingar í ritrýndu tímariti.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica