Markaðssetning Lúllu - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

2.3.2015

Lúlla er rafdrifin tuskubrúða úr náttúrulegum efnum sem er ætlað að bæta gæði svefns, bæta líðan og styðja við þroska ungra barna. Notkun hennar kemur jafnvægi á öndun og hjartslátt og eykur með því öryggi fyrirbura og ungbarna.

 RóRó ehf er sprotafyrirtæki sem vinnur að þróun, rannsóknum og markaðssetningu á Lúllu dúkkunni.

Lúlla er rafdrifin tuskubrúða úr náttúrulegum efnum sem er ætlað að bæta gæði svefns, bæta líðan og styðja við þroska ungra barna. Notkun hennar kemur jafnvægi á öndun og hjartslátt og eykur með því öryggi fyrirbura og ungbarna.

Heiti verkefnis: Markaðssetning Lúllu
Verkefnisstjóri: Eyrún Eggertsdóttir, Róró ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2013
Fjárhæð styrks: 8 millj kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 132033-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Svefnvandamál ungbarna er algengt vandamál en svefnskerðing getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér bæði fyrir foreldra og börn. Hugmyndin að virkni og áhrifum dúkkunnar er byggð á fjölda rannsókna og ráðgjöf frá sérfræðingum á mörgum sviðum tengdum heilbrigði, tækni og hönnun. Lúlla hefur verið í þróun seinustu ár frá því hugmyndin vann Gulleggið 2011, en er nú á leiðinni á markað í fyrsta sinn.

RóRó fékk markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði til að markaðssetja dúkkuna erlendis. Styrkurinn gerði fyrirtækinu kleift að sýna á tveimur barnavörusýningum í Bretlandi á árinu 2014 þar sem er markaðssett til fyrirtækja. Vörusýningarnar voru ómissandi þáttur í uppbyggingu viðskiptatengsla í Bretlandi og upphafið af samningum við verslanir og dreifingaraðila þar. RóRó og Lúlla dúkkan hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð frá bæði endursöluaðilum og fjölmiðlum.

Í lok árs 2014 var farið í markaðsátak í tengslum við hópfjármögnun fyrirtækisins til þess að eiga fyrir fyrstu framleiðslu dúkkunnar. Verkefnið gekk framar vonum og náðist full fjármögnun ásamt því að það fengust styrkir til að gefa dúkkur á Barnaspítala hringsins, Rjóður, Umhyggju, Spítalann á Akureyri, Elliheimilið Grund og á munaðarleysingjaheimili á vegum Sól í Togo.

Á nýrri heimasíðu okkar www.roro.is er hægt að fylgjast með nýjustu fréttum og hvar hægt er að fá Lúllu dúkkuna. 

Listi yfir afrakstur verkefnisins:

  • Vörusýningar: Harrogate Nursery Fair og Bubble London Kid´s Trade Fair Helsta umfjöllun: Vogue (UK), Tatler, Babyology, Nursery Today, Gurgle magazine.
  • Hópfjármögnun sem náði settu markmiði.
  • Markaðsefni: Kynningarmyndband, ljósmyndir, ný lógó, “press kit” og annað kynningarefni fyrir markaðssetningu enskumælandi mörkuðum.
  • Forsala farin vel af stað, yfir 600 eintök seld í 30 löndum.
  • Ný heimasíð, með samtengdri bloggsíðu. Netverslun er í vinnslu. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica