CALMUS AUTOMATA - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

3.3.2015

Fyrirtækið ErkiTónlist sf. hefur nú lokið þrískipta rannsóknar- og þróunarverkefninu CALMUS AUTOMATA.

 Það byggir á tónsmíðakerfinu CALMUS en það er forrit sem byggir á gervigreind og semur tónlist í rauntíma. Fyrsti hluti CALMUS AUTOMATA-verkefnisins byggir á hönnun á smáforriti til að semja tónlist út frá áhugamálum og staðsetningu notandans. Smáforritið nefnist CalmusPlay og er gert fyrir iOS-stýrikerfið en það tekur við grunnupplýsingum frá notandandum s.s. landfræðilegri staðsetningu, uppáhaldslit, stjörnumerki o.fl. og semur tónlist út frá því. Sjálf tónsköpunin fer fram á tveimur miðlurum í Reykjavík sem taka við skipunum frá CalmusPlay í gegnum internetið eða 3G/4G – en á serverunum er sjálft tónsmíðaforritið CALMUS – sem semur tónlistina út frá gefnum forsendum og sendir til baka til afspilunar í viðkomandi iOS-tæki. Þá getur CalmusPlay nýtt sér inbyggðu örgjörvana í snjalltækjunum og samið án þess að vera tengt internetinu. CalmusPlay verður til sölu fyrir almenning á AppStore innan fárra daga. 

Heiti verkefnis. CALMUS AUTOMATA
Verkefnisstjóri: Kjartan Ólafsson, ErkiTónlist sf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2012-2013
Fjárhæð styrks: 12,678 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 121418-061 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

Annar hluti verkefnisins – CalmusGaming byggir á sama tónsmíðakjarna og CalmusPlay en í þeim hluta var forritið aðlagað að tölvuleikjaumhverfinu. Þar er mögulegt að semja tónlist í rauntíma inn í tölvuleikjum þar sem leikurinn sendir inn boð til CalmusGaming um hverskonar tónlist er þörf hverju sinni og fær til baka tónefni sem hæfir aðstæðum og atburðum innan leiksins. Þessi afrakstur er tilbúinn til frekari þróunar innan tölvuleikjaumhverfisins og verður gerður aðgengilegur fyrir tölvuleikjatónskáld og tölvuleikjaframleiðendur í nánustu framtíð. Þá er mögulegt að tengja CalmusGaming við hugbúnað sem byggir á sýndarveruleika og getur m.a. tekið við skipunum frá ljósgjöfum, hreyfiskynjurum, staðsetningu o.fl. 

Í þriðja og síðasta hluta verkefnisins – sem nefnist CalmusComposer – er lagður grunnur að fullkomnu tónsmíðakerfi sem getur bæði samið tónlist

í rauntíma ásamt því að vera vera “editor” fyrir CalmusPlay og CalmusGaming. Með þessum verkhluta er mögulegt að nýta forritið til að hanna safn tónhugmynda og tónefni fyrir tölvuleiki og sýndarveruleika sem og að semja verk fyrir hefðbundin hljóðfæri og hljóðfærahópa, s.s. einleiks- og kammerverk sem og verk fyrir sinfóníuhljómsveitir. CalmusComposer verður gert aðgengilegt á AppStore fyrir tónskáld, tölvuleikjaframleiðendur og menntastofnanir í nánustu framtíð.

Afrakstur verkefnisins

Skýrslur: 

  1. CALMUS USER  MANUAL – Translating LISP Code to a C Library – Jón Hallur Haraldsson (HR)
  2. CALMUS AUTOMATA – Grafísk Nótnaskrift fyriri Pad – Haukur Ísfeld (NSN/HÍ)
  3. CALMUS AUTOMATA – Vefþjónn – Haukur Ísfeld (NSN/HÍ) 

Myndefni (Vídeó):

  1. CALMUS WAVES – dansverk og rauntímatónsköpun – kynning  http://vimeo.com/86589690
  2. CalmusPlay – kynningarmyndband -   http://vimeo.com/107203851
  3. CalmusGaming - https://www.youtube.com/watch?v=OI7cTfFFZIY










Þetta vefsvæði byggir á Eplica