Markaðssetning Ígló&Indí í Bretlandi - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

5.3.2015

Ígló hannar, framleiðir og selur barnaföt fyrir aldurshópinn 0-10 ára.  Fyrirtækið var stofnað árið 2008 og rekur í dag þrjár eigin verslanir ásamt því að vörur fyrirtækisins, undir vörumerkinu Ígló&Indí, eru seldar í 35 öðrum verslunum í 15 löndum.

Fyrirtækið  hlaut markaðsstyrk úr Tækniþróunarsjóði til markaðssetningar inn á erlenda markaði og til að efla innviði fyrirtækisins.  Styrkurinn skipti sköpum fyrir Ígló og gerði því kleift að stíga faglega fyrstu skrefin að fullu inn á erlenda markaði.  Ígló vill þakka Tækniþróunarsjóði kærlega fyrir stuðninginn en þess konar stuðningur skiptir sköpum fyrir lítil fyrirtæki og íslenskt hugvit til að skapa tekjur og tækifæri fyrir starfsfólk og íslenskt samfélag.

Heiti verkefnis: Markaðssetning Ígló&Indí í Bretlandi
Verkefnisstjóri: Guðrún Tinna Ólafsdóttir, Ígló ehf.
Fjárhæð styrks: 8 millj. kr.
Styrkár: 2013
Tilvísunarnúmer Rannís: 132140-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Á árinu 2014 hófst markviss vinna við kynningu á vörumerkinu og sölu á vörum Ígló&Indí á skilgreindum sölusvæðum.  Nýjar vörulínur, nýir framleiðendur og nýtt starfsfólk bættist í hóp Ígló ásamt nýjum samfélagslegum verkefnum. 

Markmið fyrirtækisins í kjölfar þess að fá styrk úr Tækniþróunarsjóði að efla faglega og alþjóðlega innanhússþekkingu við uppbyggingu alþjóðlegs vörumerkis var náð og að byggja upp grunninn að alþjóðlegu söluneti.  Það gerir fyrirtækinu kleift að halda áfram markaðssetningu og sölu á vörumerkinu inn á erlenda markaði á næstu misserum.

Afrakstur:

  • Skilgreind sölusvæði
  • Nýjar söluleiðir og sölutæki
  • Rafræn markaðssetning og PR
  • Nýir framleiðendur
  • Nýjar vörulínur
  • Nýir starfsmenn
  • Nýir samstarfsaðilar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica