Markaðssetning á RM Studio – hugbúnaðarlausn til áhættustjórnunar - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

10.3.2015

Árangur verkefnisins er sá að nú eru hátt í 50 viðskiptavinir í 16 löndum sem nota RM Studio. 

RM Studio er hugbúnaður til áhættustjórnunar sem þróaður hefur verið alfarið af Stika ehf. og notið hefur verkefnisstuðnings frá Tækniþróunarsjóði.   Stiki fékk úthlutað markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði í fyrra sem hefur verið nýttur til að styrkja enn frekar sölu- og markaðssetningu á hugbúnaðinum erlendis.

Heiti verkefnis: Markaðssetning á RM Studio – hugbúnaðarlausn til áhættustjórnunar
Verkefnisstjóri: Erlendur Steinn Guðnason, Stika ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2014
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 142340-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

RM Studio er selt í gegnum vöruvef hugbúnaðarins www.riskmanagementstudio.com og gegnum fimm samstarfsaðila í jafn mörgum löndum.   Árangur verkefnisins er sá að nú eru hátt í 50 viðskiptavinir í 16 löndum sem nota RM Studio og sala fyrirtækisins á hugbúnaðinum jókst um 20% milli áranna 2013 og 2014.

Ávinningur verkefnisins fyrir utan aukna sölu hefur verið aukinn sýnileika RM Studio á markaði og betri skilningur á hvers konar markaðssetning skili árangri. Væntingar eru um að þessi markaðssetning muni skila áframhaldandi söluaukningu í framtíðinni. Aukin áhersla verður á Norður-Ameríkumarkað sem verkefnið hefur sýnt að er lykilmarkaður fyrir RM Studio.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica